Sunnudagur, 17. júní 2012
Gleðilega Þjóðhátíð ! - Er 17. júní - Þjóðrembingsdagur !
Frá því að ég var barn að aldri hefur 17 júní ávallt verið einn af mestu og helgustu hátíðisdögum ársins.
Svo er enn í mínum huga þó svo að ég haldi nú upp á daginn erlendis með löndum mínum hér.
Þjóðhátíðardagurinn var settur á stofn þegar Ísland varð Lýðveldi árið 1944 á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar sjálfsstæðishetju þjóðarinnar.
Þar með sleit þjóðin endanlega tengslin við Danaveldi og varð frjálst og fullvalda þjóðríki, eftir árhundraða baráttu.
En nú eru svo sannarlega blikur á lofti. Hér var ákveðið með naumum meirihluta Alþingis sumarið 2009 að sækja um aðild að ESB.
Þetta var gert að undirlagi Samfylkingarinnar og með kosningasvikum flestra þingmanna hinns stjórnarflokksins það er VG og síðan með liðsinni örfárra ESB sinna úr öðrum flokkum.
Helsta réttlætingin og grundvöllurinn að ESB umsókninni var:
1. Að aðildarumsóknin yrði sérstök hraðferð og að þjóðin fengi að kjósa með eða gegn aðild ekki seinna en snemma árs 2011.
2. Að með ESB aðild og upptöku EVRU yrði hér komið á varanlegum stöðugleika og aukinni velsæld.
Allt hefur þetta reynst annaðhvort hrein lygi eða örgustu öfugmæli.
Þessi umsókn hefur valdið þjóðinni stórtjóni og sundrað þjóðinni verr enn nokkuð annað á síðari tímum. Mikill meirihluti þjóðarinnar er og hefur verið andvígur ESB aðild allan tíman og sá meirihluti er nú mjög afgerandi eða allt að 70%.
En meirihluta þjóðarinnar er haldið í gíslingu ESB umsóknarinnar.
Hér er það látið líðast að ESB opni hér sérstakt sendiráð og einnig sérstaka áróðursmálaskrifstofu og veiti hundruðum milljóna í beinan áróður fyrir þessu valdaapparati.
Meirihluti fjölmiðlana gætir ekki hlutleysis og sama á við um mikinn meirihluta háskólaelítunnar sem er líka áberandi hallur undir ESB aðild.
Við sem efumst og eða berjumst gegn ESB innlimun erum af æstustu ESB sinnum kallaðir öllum illum nöfnum s.s. þjóðrembingar, einangrunarsinnar og jafnvel fasistar og nasistar.
Íslenski fáninn og öll þjóðleg gildi eru talin af hinu illa af þessum hópi fólks. Sem sér ekkert annað en ESB stórríkið.
Sumir úr okkar hópi eru svo öskureiðir að þeir kalla þennan hóp æstustu ESB sinna sem ótýnda "landráðamenn", ég hef sjálfur forðast það svona opinberlega þó svo að ég geri það óhikað í einkasamtölum.
Ég hef reynt að virða skoðanir þeirra og rökræða við þá og veit að sumum þeirra hefur gengið gott eitt til. Sífellt fleiri þeirra hafa reyndar gengið af ESB trúnni, sem betur fer.
En nú er svo komið og svo augljóst að öll rök fyrir ESB aðild ef einhver voru, eru nú fyrir löngu fokin út í veður og vind og því er svo komið að ég get varla lengur borið nokkra virðingu fyrir skoðunum þessa háværa minnihlutahóps. Þeir geta ekki með nokkru móti lengur haldið því fram að þeir séu að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Hér er einhverjar annarlegar eða trúarlegar hvatir að baki. Því gagnrýni ég nú ekki þá sem í réttlátri reiði sinni kalla þetta lið "landráðahyski" En það er sorglegt hvernig þessi ESB sundurlyndisfjandi hefur leikið okkur illa og tvístrað þjóðinni.
Um leið og ég óska öllum íslendingum nær og fjær gleðilegs þjóðhátíðardags, þá hvet ég samherja mína gegn ESB aðild að herða nú enn róðurinn fyrir frjálsu og fullvalda Íslandi, án ESB helsis !
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.