Þjóðin mun aldrei hafa meiri þörf fyrir Ólaf Ragnar sem forseta okkar en einmitt nú og næstu ár. !

Ólafur Ragnar hefur heldur betur tekið afgerandi forystu í baráttunni um Bessastaði.
Það er nú nokkuð ljóst að þetta er búið spil fyrir Þóru.
Ólafur Ragnar mun sennilega verða kosinn forseti þjóðarinnar með glæsibrag og vonandi með meirihluta greiddra atkvæða.
 
Þjóðin þekkir Ólaf Ragnar, skarpskyggni hans og rökfimi og gríðarlega þekkingu hans á samélaginu og alþjóða málum. Það þekkir vel kosti hans og auðvitað galla hans líka.
Því yrði þessi sigur Ólafs Ragnars enn þá stærri og merkilegri því að það væri einsdæmi og aldeilis ekki sjálfgefið að forseti sé kosinn fimmta kjörtímabilið í röð.
Sjálfur er ég og margir aðrir efins eða beinlínis á móti því að slíkt fyrirkomulag eigi almennt rétt á sér eða sé sanngjarnt. Sjálfur vildi ég láta breyta þessu fyrir næstu forsetakosningar þannig að kjörin forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil eða samtals 8 ár.
 
Engu að síður að vel athuguðu máli og eftir að hafa skoða og heyrt í meðframbjóðendum Ólafs Ragnars, þá ætla ég nú sáttur og glaður að styðja Ólaf Ragnar áfram til endurkjörs.
 
Það geri ég vegna þess að nú á þessum víðsjárverðu óvissu tímum, bæði hér innanlands og ekki hvað síst í Evrópu og reyndar víðar í veröldinni. Þá þarf þjóðin á að halda sterkum og reynslumiklum forseta, sem hefur gáfur, kjark og þor til þess að stappa stálinu í þjóðina og standa lýðræðislegan vörð um hagsmuni hennar á öllum vígstöðvum þar sem hann getur komið því við.
Ekki hvað síst verður þörf þjóðarinnar fyrir Ólaf Ragnar gríðarleg þegar mikill meirihluti þjóðarinnar fær loks tækifæri til þess að hafna þessari ESB umsókn og bókstaflega jarða hana.
Þessi umsókn hefur valdið þjóðinni stórtjóni og alið hér á sundurlyndisfjandanum og bókstaflega sundrað þessari þjóð og það á versta tíma í sögu hennar.
Ólafur Ragnar verður þá rétti maðurinn á réttum stað og réttum tíma til þess að blása þjóðinni eldmóð í brjóst á ný og hvetja til sátta um að sameinast um að byggja áfram upp frjálst og fullvalda Ísland án ESB helsis!
 
Hvet fólk til þesss að fara inn á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars og lýsa þar yfir stuðningi við hann. Heimasíðan er: olafurogdorrit.is  

mbl.is Ætlar sér að brúa bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er þér hjartanlega sammála, að undanskyldu því að ég vil festa það í sessi að þjóðin geti farið þess á leit við sitjandi forseta hverju sinni, að hann sitji áfram ef aðstæður kalla á slíkt. Gleymum því ekki, að ekki er loku fyrir það skotið að jafn alvarlegar aðstæður gætu komið upp aftur, og stjórnvöld sem þá sætu á Alþingi tækju jafn arfavitlausar ákvarðanir og þessi stjórn þá þarf að vera heimild í stjórnarskrá að forseti sitji lengur en í 8 ár, en að öllu jöfnu er það góður tími.

Sandy, 10.6.2012 kl. 12:36

2 Smámynd: Landfari

Ég er þér nokkuð sammála en mér finnst reyndar 8 ár of skammur tími fyrir góðan forseta. Ég hefði viljað haf það að minnsta kosti 12 ef ekki 16 í undantekningartilfellum. Mér finnst það hvoerki vera traustvekjandi eða skapa festu að vera alltaf að skipta um forseta.

Annað gildir um forsætisráðherra og ráðherra almennt. Þar finnst mér 8 ár hæfilegur tími sem hámark.

Landfari, 10.6.2012 kl. 13:00

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir kommentin Sandy og Landfari. Það má vera rétt hjá ykkur að það að setja 8 ár sem hámarks tíma í embætti forseta sé heldur skammur tími.

Margir hafa líka bent á að setja eigi hámarksaldur á forseta, það finnst mér alveg út í hött.

Benda má á að margir forsetar annarra ríkja hafa setið lengur í embætti en Ólafur Ragnar hefur gert eða muni mögulega gera. Einnig hafa margir forsetar verið mun eldri en Ólafur og setið í embætti fram á níræðis aldurinn. Benda má á nokkra forseta Bandaríkjanna sem hafa verið vel yfir sjötugt í embætti og jafnvel yfir áttrætt.

Uhro Kekkonen sem verið hafði forsætisráðherra Finnlands til margra ára og varð síðan forseti Finnlands í heil 26 ár og sat í því embætti til 82 ára aldurs.

Gunnlaugur I., 10.6.2012 kl. 13:14

4 Smámynd: Landfari

Aldurinn segir ekki nokkurn skaðaðan hlut um andlegt og líkamlegt atgerfi einstklings.

Sextugur maður getur verið algerlega ófær um að gegna starfi sökum hrumleika þó annar  hálf áttráður færi létt með að sinna því fyrir morgunkaffi.

Landfari, 10.6.2012 kl. 13:33

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nánast öll ríki sem kjósa sér þjóðhöfðingja tilgreina í stjórnarskrá hámarkstíma sem sami einstaklingur má gegna því embætti. Finnland breytti sinni stjórnarskrá árið 2000, og þar má nú sami foresti sitja í tvö 6 ára kjörtímabil, sem sé að hámarki 12 ár.

Það var ekki síst í ljósi sögu Kekkonen og þrásetu hans sem stjórnarskránni var breytt. Þetta má lesa á Wikipedia:

Kekkonen's authoritarian behavior during his presidential term was one of the main reasons for the reforms of the Finnish Constitution in 1984–2003. Under these, the powers of Parliament and the Prime Minister were increased at the expense of Presidential power. Several of the changes were initiated by Kekkonen's successors.

- Presidential terms were limited to two consecutive ones.

- The President's role in cabinet formation was restricted.

- The President was to be elected directly, not by an electoral college.

- The President could no longer dissolve Parliament without the support of the Prime Minister.

- The Prime Minister's role in shaping the foreign relations of Finland was enhanced.

http://en.wikipedia.org/wiki/Kekkonen#Legacy

Skeggi Skaftason, 10.6.2012 kl. 13:41

6 identicon

Tek undir með þér í flestu. En 8 ár tel ég of skamman tíma. 12 til 16 væri

ásættanlegt. Hins vegar ætti að seta hámarkstíma á þingmenn. 8 ár væri

alveg nóg fyrir þá, því þeir fara á mjög skömmum tíma í einhvern veruleika

sem almenningur er ekki í. Sjáið bara Jóhönnu og Steingrím. Hátt í 30 ár á

þingi og finnst öllum það eðlilegt..????

Þau eru algjörlega úr takt við það sem er að ske hjá þjóðinni ásamt meirihluta

þingmanna. Ef á að setja hámarkstíma á forstann þá á að setja hámarkstíma

á þingmenn líka, því þeir eru þjóðinni miklu hættulegri en sitjandi forseti.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 15:26

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þessar upplýsingar má finna á netinu, um hámarkstíma sérhvers forseta:

Finnland:  12 ár (2 x 6 ár)

Írland: 14 ár (2 x 7 ár)

Þýskaland: 10 ár (2 x 5 ár)

Eistland: 10 ár (2 x 5 ár)

Litáen: 10 ár (2 x 5 ár)

Slóvenía: 10 ár (2 x 5 ár)

Króatía: 10 ár (2 x 5 ár)

Slóvakía: 10 ár (s x 5 ár)

Tékkland: 10 ár (2 x 5 ár)

Ungverjaland: 10 ár (2 x 5 ár)

Búlgaría: 10 ár (2 x 5 ár)

Tyrkland: 10 ár (2 x 5 ár)

Grikkland: 5 ár

Ísrael: 7 ár

Frakkland: 10 ár (2 x 5 ár)

Pólland: 10 ár (2x 5 ár)

Bandaríkin: 8 ár* (að hámarki tvö heil 4 ára kjörtímabil)

Brasilía: 8 ár (2 x 4 ár)

Mexíkó: 6 ár (1x 6 ár)

Rússland: 12 ár samfellt (2 x 6 ár)

Suður-Afríka: 10 ár (2 x 5 ár)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2012 kl. 20:30

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er í 21. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga heims sem hafa setið lengst að völdum. Á listanum er ekki að finna kóngafólk sem fær völd sín í arf og ríkir til dauðadags. Þar er hins vegar að finna einræðisherra Afríku- og Mið-Asíuríkja.

Aðeins þjóðarleiðtogar tveggja Evrópuþjóða – Lúxemborgar og Hvíta-Rússlands – hafa setið lengur að völdum en Ólafur Ragnar, sem hefur verið forseti Íslands í tæp 16 ár. Enginn lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi Evrópu, eða annarra vestrænna ríkja hefur nú setið að völdum í 20 ár líkt og Ólafur Ragnar sækist eftir að gera. Sé miðað við nýjustu skoðanakannanir, þar sem Ólafur Ragnar mælist með yfirburðafylgi, má gera ráð fyrir því að hann muni á næstu árum komast enn ofan á þennan lista.

(heimild :  http://www.dv.is/frettir/2012/6/10/einn-af-thaulsaetnustu-thjodarleidtogum-heims/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 03:35

9 identicon

Takk fyrir þessar fróðlegu upplýsingar þínar Anna.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 07:15

10 Smámynd: Landfari

Væri það ekki bara tilvlið að setja enn eitt heimsmetið. að þessu sinni óháð fólksfjölda. :)

Landfari, 11.6.2012 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband