Miðvikudagur, 18. apríl 2012
ESB umsóknin - Sveipuð leynd og pukri - Lygum og svikum !
Leyndarhyggjan fyrir Hrun um raunverulegt hryllings ástand íslenska bankakerfisins varð ekki hvað síst til þess að gera Hrunið enn verra og illviðráðanlegra.
"Keep it under a wrap" hvíslaði Ingibjörg Sólrún í eyrað á Össuri í aðdraganda Hrunsins. Enginn mátti vita neitt um þjóðhættulega stöðuna ekki einu sinni sjálfur banka- og viðskiptamálaráðherrann.
En fólkið sem tók við stjórnartaumunum eftir kosningar 2009 lofaði að nú yrði breyting á og stjórnsýslan öll yrði nú öll opin og gegnsæ.
Samt sem áður hafa þessi sömu stjórnvöld staðið í umsóknar og aðlögunarferli við ESB stjórnsýsluna í bráðum þrjú ár og allt meira og minna í undarlegu og óskiljanlegu spunaferli og hulið leyndarhjúp.
Samningsmarkmiðin sem áttu að liggja fyrir í upphafi viðræðnana hafa aldrei verið sett fram eða þolað dagsins ljós og allt þar í óljósri þoku og reyndar breyst daglega allt eftir hentugleikum aðildarsinna og kröfum ESB, hverju sinni.
Aftur og aftur er utanríkisráðherrann fláráði sem talar tungum tveim, marg staðinn að því að gefa rangar og villandi upplýsingar um framgöngu mála, allt eftir hentugleika hverju sinni, þ.e. hvort hann er að tala í Brussel eða Reykjavík.
Vinnubrögðin öll meira og minna umsveipuð pukri og leynd, enda allt ferlið unnið í mikilli andstöðu við stærstan hluta þjóðarinnar og því hefur þetta mál í heild sinni aldrei þolað dagsljósið eða sannleikann !
Mál er að þessum hörmungum linni. Trúnaðarbrestur og algert umboðsleysi þessa fólks gagnvart þjóð sinni er öllum orðið löngu ljóst.
Slíta þarf ESB viðræðunum strax og boða til nýrra kosninga !
Sérkennilegur fundur um samskipti við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.4.2012 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.