Miðvikudagur, 15. febrúar 2012
Forstjóri Össurar, atvinnustjórnandinn er sjálfur "Fíllinn í postulínsbúðinni" með órökstuddar dylgjur!
Stoðtækjafyrirtækið Össur h.f. var stofnað árið 1971 af frumkvöðlinum og stoðtækjasmiðnum Össuri Kristinssyni og ber nafn hans enn þann dag í dag.
Fyrir dugnað og framtakssemi hans og samstarfsfólks síns tókst honum að gera Össur h.f að viðurkenndu íslensku en jafnframt alþjóðlegu stórfyrirtæki á sviði stoðtækja og tengds búnaðar.
Löngu eftir að fyrirtækið hafði fengið alþjóðlega viðurkenningu seldi Össur síðan fyrirtækið til innlendra og erlendra fjárfesta fyrir líklega eitthvað innan við 10 árum eða svo.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 1700 manns í fjölmörgum löndum en höfuðstöðvar þess og yfirstjórn eru á Íslandi þar sem starfa u.þ.b. 300 manns við yfirstjórn, og þróunarstarfssemi.
Jón Sigurðsson núverandi forstjóri var ekki stofnandi eða frumkvöðull þessa merka fyrirtækis, án þess þó að kasta nokkurri rýrð á stjórnun hans á fyrirtækinu eftir að Össur sjálfur hætti þar þá hefur Jón Sigurðsson aldrei verið neitt annað en ráðinn hálaunaður atvinnustjórnandi þessa stórfyrirtækis sem hafði þegar náð alþjóðlegri viðurkenningu og hann hefur því aldrei nokkurn tímann þurft að vinna þau stórafrek sem frumkvöðillinn og stofnandinn Össur Kristinsson þurfti að ganga í gegnum í upphafsárum þess, með sínu starfsfólki.
Fyrirtækið sjálft hefur dafnað og sprungið út á Íslandi með íslensku starfsfólki í íslensku umhverfi og fyrir hugvit og elju stofnandans og íslensks starfsfólks hans sem vann á gólfinu hörðum höndum við að gera það að því alþjóðlegu stórveldi sem það varð með íslenskri krónu og sem það er sem betur fer enn í dag.
Ég veit ekki betur en að Össur hf sem selur sínar vörur að mestu í erlendum gjaldeyri sé fullkomlega heimillt að haga reikningsuppgjöri sínu í hvaða erlendum lögeyri sem er og geri það.
Ég veit að við þær aðstæður sem íslenska krónan nú býr við vegna ástandsins í efnahagsmálum hér og heimsins alls, þ.e. að það eru tímabundinn og takmörkuð gjaldeyrishöft hér og alheims kreppa að þá fær fyrirtækið samt sem áður nánast allar þær undanþágur sem það þarfnast hér til þess að fyrirtækið geti starfað og dafnað sem best. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og hagnast vel ár frá ári.
Ég veit að fyrir skömmu síðan lenti Ísland í að mig minnir í 11 sæti í alþjóðlegri rannsókn yfir þau lönd þar sem auðveldast og einfaldast væri að stofna og reka fyrirtæki, þá var tekið tillit til allskonar samkeppnisþátta, s.s. skrifræðis, leyfisveitinga og annarra íþyngjandi takmarkana.
Ég tók eftir að flest ríki ESB voru fyrir neðan Ísland á listanum.
Ég hef sjálfur í mörg ár og stend enn í út- og innflutningsviðskiptum á Íslandi en mest í öðrum löndum heims t.a.m. í ESB löndum og ég gef Íslandi og Asíu hiklaust hæstu einkunn fyrir gott viðskiptaumhverfi og skilvirkni og áreiðanleika allra þátta sem áhrif hafa á viðskiptin. Slíkt á ekki við mörg ríki ESB, þó vissulega sé hið "samræmda" kerfi mjög misjafnt þar.
Þó að ég ætli ekki að bera minn smáa rekstur saman við rekstur stórfyrirtækisins Össurar þá finnst mér beinlínis lúgalegt og ódrengilegt hjá þessum hálaunaða atvinnustjórnanda Össurar h.f. að ráðast með þessum ódrengilega hætti að íslensku krónunni og blanda sér með svo ósmekklegum og órökstuddum hætti inn í eitt af mestu deilumálum samtímans og það án nokkurs sýnilegs rökstuðnings, aðeins einhverra merkingarlausra gífuryrða og það með því að nota sér kraft og mikilvægi stöðu sinnar.
Mér finnst því orð hans um "fílinn" léttvæg ein fundinn og hitta hann best sjálfan fyrir, nema þá að hann skýri mál sitt skilmerkilega og án svona merkingarlausra upphrópana og svo skiljanlegt sé venjulegu fólki.
Ég veit ekki betur en frumkvöðlastarssemi smárra og stórra fyrirtækja á Íslandi blómgist nú sem aldrei fyrr. Alla vegana eru fjölmargar nýlegar fréttir af því.
Auk þess sem ég þekki til íslenskra aðila í slíkum rekstri sem kvarta alls ekki, nema síður sé.
Krónan er fíllinn í stofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg dæmigert fyrir ykkur ESB andstæðinga, um leið og einhver bendir á óhagræði íslensku krónunnar þá er hraunað yfir viðkomandi og farið í persónulegt skítkast, svona er nú málflutningurinn ykkar.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 07:46
@ Helgi Rúnar.
Það er ekki rétt að ég sé með eitthvert persónulegt "skítkast" út í núverandi forstjóra Össurar, síður en svo og ég tala hér af virðingu um stofnanda og fyrrverandi forstjóra þess fyrirtækis, Össur Kristinsson.
En ég bendi hinns vegar á að núverandi forstjóri kemur ekki fram með neinar efnislegar röksemdir fyrir þessari skoðun sinni á íslensku krónunni. Þess vegna álít ég þessar skoðanir hans vera af pólitískum rótum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.