Fimmtudagur, 19. janúar 2012
ESB fjölmiðlarnir beita skipulegri þöggun um andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild !
Capacent Gallup birti í morgun nýja skoðanakönnun um afstöðu þjóarinnar til ESB aðildar.
Þar kemur enn og aftur í ljós enn vaxandi andstaða mikils meirihluta þjóðarinnar við ESB aðild.
Könnunin sýnir að af þeim sem afstöðu tóku eru 63% þjóðarinnar andsnúnir aðild, en aðeins 37% eru fylgjandi ESB aðild.
Bent skal á að allar skoðanakannanir samfleytt s.l. 2,5 ár hafa sýnt yfirgnæfandi andstöðu við ESB aðild.
Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara nánar út í þessa könnun, nema það að þetta var könnun með mjög stóru úrtaki, eða svörum frá alls 1085 einstaklingum og svarhlutfallið var mjög hátt og fáir eða aðeins 15% sem voru hvorki hlynntir né andvígir aðild.
Það sem mér finnst alveg með ólíkindum við þessa könnun á þessu helsta deilumáli samtímans, það er þessi massíva þöggun allra fjölmiðla landsins um niðurstöður þessarar könnunar, reyndar fyrir utan Morgunblaðið.
Nú er dagur að kveldi kominn og ég hef leitað logandi ljósi að einhverri frétt um þessa könnun í hinum ESB sinnuðu fjölmiðlum landsins þ.e. Fréttablaðinu, Bylgjunni, og svo vefmiðlunum Eyjunni.is og Visir.is og Pressan.is. Hvergi er minnst einum staf eða orði á þessa skoðanakönnun.
En þó kastar nú alveg tólfunum þegar hinir svokölluðu "hlutlausu" og "óháðu" Ríkisfjölmiðlar taka þátt í þessari þöggun með æpandi þögninni.
Fjölmiðlar sem eiga lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og hlutleysis þjóðfélagsskoðana og eiga líka sérstaklega samkvæmt vilja Alþingis að hafa sérstakt hlutverk við að halda uppi upplýstri og hlutlausri umræðu um ESB málið frá báðum hliðum, þ.e. kosti og galla aðildar.
Auðvitað hafa upplýsingar um niðurstöður skoðanakönnunar sem sýnir afstöðu þjóðarinnar frá tíma til tíma til ESB aðildar áhrif á umræðuna og þær upplýsingar eiga auðvitað fullt erindi við þjóðina.
RÚV hefur reyndar fyrir löngu afhjúpað hlutdrægni sína fyrir ágæti ESB aðildar og þetta er aðeins enn eitt dæmið um hvað stjórnendur og fréttamenn RÚV hafa brugðist skyldu sinni illa með því að gróflega misnota aðstöðu sína í áróðri og greinilegri meðvirkni fyrir ESB aðild landsins.
Þessi skipulega þöggun um sannleikann og stundum hagræðingu hans í áróðursskyni fyrir ESB aðild eins og það að halda leyndum upplýsingum sem sýna gríðarlega andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild er algerlega óþolandi og beinlíns aðför að hinu frjálsa upplýsta þjóðfélagi og upplýsingaskyldu fjölmiðla og ekki hvað síst Ríkisfjölmiðlanna.
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í leyniskýrslu ESB frá 30. nóvember 2011, metur Evrópusambandið innlimunar-vilja Íslendinga á eftirfarandi hátt:
Hér er hægt að lesa meira um skýrsluna:
http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1216752/
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 19.1.2012 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.