Mánudagur, 16. janúar 2012
Sjálfur NEYÐARSJÓÐUR ESB er nú gjaldfelldur af S&P um 2 flokka !
Það hlýtur að vera gríðarlegt áfall nú fyrir ESB og forystumenn EVRU svæðisins. Að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P skuli nú gjaldfella EFSF sjálfan Neyðar- og björgunarsjóð ESB og EVRU- svæðisins um 2 flokka úr AAA í aðeins A-plús.
Þetta gerist aðeins stuttu eftir að ESB gjaldfelldi helming EVRU ríkjanna um 1 til 2 flokka og með neikvæðum horfum.
Þar á meðal setti það Portúgal og Kýpur niður í svokallaðan "ruslflokk", og með neikvæðum horfum, eins og áður hafði gerst með vesalings Grikkland.
Stórríkin Ítalía og Spánn voru gjaldfelld um 2 flokka og nálgast nú óðfluga þennan svokallaða ruslbotn.
Þetta setur allt EVRU svæðið og allar hinar fálm- og fumkenndu áætlanir Merkozy tvíeykisins í enn frekara uppnám.
Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig markaðir munu taka þessu og hvernig ECB bankinn bregst við og hvort þau skötuhjú Merkozy muni nú enn og aftur blása til enn eins Neyðarfundarins.
Þeir íslendingar sem héldu því fram í einfeldni sinni að Merkozy tvíeykið hefði endanlega stöðvað EVRU- og skuldakreppuna í Evrópu, með óljósum aðgerðum sínum í desember, höfðu einfaldlega rangt fyrir sér.
En þeir mun sennilega seint eða aldrei viðurkenna það.
Heldur alveg þver öfugt munu þeir enn þrást við og segja í sinni botnlausu afneitun að ESB og EVRU svæðið sé alltaf stöðugt að styrkja sig !
Lækka lánshæfi björgunarsjóðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.