ALGERT VANTRAUST Á ESB: 77% íbúanna treysta því sjálfu ekki til að takast á við eigin kreppu- og skulda vanda !

Samtök ESB sinna birta sigri hrósandi þá frétt að samkvæmt skoðanakönnun EUROBAROMETER þá sýni sig að 23% íbúa á ESB svæðinu, treysti ESB best til að leysa skulda og kreppuvandann. En 77% íbúanna treysta frekar einhverjum allt öðrum betur til að takast á við þennan sama vanda.  
 
Váv ! Þvílíkt traust og þvílíkt yfirburða fylgi við Ráðstjórnina í Brussel, heil 23%, meðan 77% treysta frekar allt öðrum til þess að takast á við vandann.
 
Ýmsir myndu nú álykta sem svo að einmitt þeir sem komu þjóðum og íbúum ESB í þennan vanda og skuldafen væru því væntanlega skárst fallnir til þess að finna leiðina til baka út úr vandræðunum, en samt njóta þeir aðeins 23% fylgis til þess verks.
 
Það má alveg eins líkja þessu við fárveika alkann sem kom sér út á kaldan klaka, enginn væri líklega betur en hann sjálfur fallinn til þess að koma sér og öðrum sem líða fyrir ástand hans út úr vandræðunum.
Ef einhverjum fjölskyldumeðlimum, vinum hans, nágrönnum og vinnufélögum dytti í hug í vandræðum sínum út af ógöngum þeirra og alkans að gera skoðanakönnun sín á milli um það hverjir væru best fallnir til að koma vesalings manninum út úr þessari ógæfu.
 
Spurningar könnunarinnar og niðurstöður gætu eflaust verið eftirfarandi:
 
1. Hann sjálfur         23%
2. Konan hans          20%
3. Vinnuveitandi hans 6%
4. Besti vinurinn         6%.
5. Einhverjir aðrir      15%  
6. Veit ekki              13%
7, Enginn                 17%
 
Ef einungis 23% nefndu hann sjálfan, en 77% nefndu einhverja allt aðra, eða enga, þá væri traustið og trúin nánast farin á að hann sjálfur myndi nokkurn tímann getað eða viljað koma sér út úr þessum vandræðum sínum þrátt fyrir ótal meðul og leiðir sem fyrir hendi væru til þess.
 
Næsta neyðar úrræði aðstandenda væri sennilega að svipta hann sjálfræði því að hann hvorki vildi eða gæti nokkurn tímann komið sér út úr þessum vandræðum án annars en slíkra neyðarúrræða.
 
Merkilegt að eins og fram kemur í þessari ESB könnun þá nefna aðrir sem nefndir eru sem fólk treystir best til að taka á þessum vanda eru:
 
Ríkisstjórnir viðkomandi ríkja 20% -
G20 Ríkin:                           16% -
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn:   14% -
Bandaríkin USA:                     5% -
Aðrir eða engir sérstakir:         9% -
Vita ekki hverjir:                   13% 
 
Samkvæmt þessu þá treysta samtals 77% einhverjum allt öðrum aðilum betur en ESB sjálfu til þess að takast á við eigin kreppu og skuldavanda.
En aðeins 23% treysta ESB best til að leysa þennan vanda.
 
Þetta er ekkert annað en, enn eitt vantraustið á ESB stjórnsýsluapparatið
 
Enginn furða að ESB sinnar á Íslandi fagni þessu samt ógurlega og telji líka að þjóð sín sé á fleygiferð inn í ESB með þetta svona svipað lítið fylgi eða ca 20 til 30% fylgi við ESB aðildina í öllum skoðanakönnunum samfleytt undanfarin 3 ár.  
 
Máttur sjálfsblekkinga og sjálfsupphafningar íslenska ESB trúboðsins tekur sífellt á sig hlægilegri myndir eftir því sem herðir á flóttanum og vígstaða þeirra versnar ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband