Mánudagur, 2. janúar 2012
Óvild, öfund og beint hatur Eiðs Guðnasonar á forseta vorum hefur aldrei leynt sér.
Það er ekkert nýtt að Eiður Guðnason ati forseta vorn aur og drullu.
Það hefur hann gert reglulega en mjög ómálefnalega í áratugi, að því er virðist af öfund og blindu pólitísku hatri einu saman.
Nú þegar forsetinn hélt sína langbestu, en væntanlega síðustu áramótaræðu og sagði þá "að þó ákveðin þversögn fælist í því" og hélt svo áfram nokkurn vegin svona: að þá teldi hann að á þessum erfiðu og víðsjárverðu tímum myndi reynsla hans og þekking nýtast þjóð sinni enn betur utan forseta embættisins, heldur en í því.
Þá gæti hann barist fyrir málsstað þjóðar sinnar á hans eigin forsendum og talað frjálst til þjóðarinnar, en ekki í viðjum embættisins.
Það sem hefur kannski gert sendiherrann fyrrverandi svona öskureiðan var það að Ólafur Ragnar stappaði svo sannarlega stálinu í þjóðina sína og talaði þar gegn úrtöluliðinu sem vill beina leið inn í ESB helsið með betlistaf !
Að minnsta kosti fjórum sinnum í aðeins 20 mínútna langri áramótaræðu sinni mælti forsetinn okkar enga tæpitungu gegn ESB aðild.
Það var öllum ljóst sem lögðu vel við hlustir, þó svo hann gerði það mjög snilldarlega undir rós (samt ekki neinni kratarós).
Það er einmitt svona rósamál sem sendiherrum er kennt að skilja og þess vegna skilur Eiður Guðnason orð forsetans svona bæði vel, en samt svona illa fyrir hann sjálfan.
Nú er ESB liðið eins og Eiður Guðnason og Guðmundur Andri Thorsson skjálfandi á beinunum, því að þetta auma lið með sitt sáralitla fylgi vill miklu heldur að Ólafur verði forseti áfram þar sem hann gæti lítið beitt sér.
Frekar en hann stigi nú úr þeim stóli og beiti sér af fullu afli gegn ESB aðildinni og því skrifræðis helsi öllu sem það myndi færa þjóðinni.
Ólafur Ragnar myndi sópa fylgi að nýrri hreyfingu sem hafnaði ESB aðild og setti fullveldi og sjálfsstæði þjóðarinnar á oddinn, á því er enginn vafi.
Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er margt íhugunarvert hjá þér, Gunnlaugur, og gleðilegt ár, með þökk fyrir gamla!
Ég er sammála þessum orðum þínum: "Ólafur Ragnar myndi sópa fylgi að nýrri hreyfingu sem hafnaði ESB-aðild og setti fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar á oddinn, á því er enginn vafi."
Hann mundi væntanlega fá í lið með sér Ragnar Arnalds, Hjörleif Guttormsson og fjölda annarra úr Vinstri grænum. Hér vantar líka verkalýðssinnaðan flokk (ekki Marxistaflokk – það er engin eftirspurn eftir slíku! – og aldrei var Ólafur Marxisti).
Eins gætu þeir reynt breiðfylkingu þjóðarsamstöðu með fullveldi og kjörum fólksins í landinu – ólíkt gælum Jóhönnu og Steingríms við peningaöflin.
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 21:45
Sæll Jón Valur og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Ég tel að svona hreyfing yrði þverpólitísk fjöldahreyfing sem yrði ekkert frekar vinstra megin, þó svo þetta yrði velferðarflokkur sem hefði það að aðal markmiði að hrinda áhlaupinu að Lýðveldinu.
Þessi hreyfing yrði umbótasinnuð og setti fjármálaöflunum ströng skilyrði og myndi taka fylgi frá öllum. Líka Samfylkingunni. En samt meira frá VG, Sjálfsstæðisflokknum og Framsókn, en líka meðal óflokksbundinna og óvissra kjósenda.
Þetta verða mjög spennandi tímar, það er alveg víst.
Gunnlaugur I., 2.1.2012 kl. 21:57
Orð að sönnu Gunnlaugur. Þú munstrar mig í þetta skipsrúm...
Rekkinn (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 22:15
Vá hvað ég er til í svona flokk sem þið ræðið um... :)
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 2.1.2012 kl. 22:20
Mér lízt vel á þetta hjá þér, Gunnlaugur!
Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 23:46
Eiður er leiður, og jafnvel pínulítið óöruggur, einmitt vegna þess augljósa sem síðuhöfundur útskýrir svo vel hér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2012 kl. 23:49
...ati forseta vorn aur og drullu....
Þar sem verið er að fjalla um Eið, hef ég ákveðið að standa fyrir málræktarátaki hér á blogginu!
Hinsvegar tel ég rétt hjá þér að einörð afstaða forsetans í Icesave og ESB sé aðalástæða pirrings Eiðs og fleiri út í hann. Er þó ekki viss hvort gamall atvinnustjórnmálamaður eins og Ólafur Ragnar, eigi erindi í stjórnmál framtíðarinnar.
Theódór Norðkvist, 3.1.2012 kl. 00:26
Sæl öll sömul.
Takk fyrir mjög góðar undirtektir. Við skulum vona að með hækkandi sól muni hlutirnir þróast í rétta átt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 09:50
Gunnlaugur minn, láttu ekki Theódór vin minn rugla þig, þú varst með þetta alveg rétt, vorn, ekki "vor". Þú verður að breyta þessu aftur. Því til staðfestingar geturðu litið á þetta: http://bin.arnastofnun.is/leit.php?id=478803, á hinni góðu vefsíðu Árnastofnunar um mál og málnotkun.
Jón Valur Jensson, 3.1.2012 kl. 11:14
Tek undir þetta með þér Gunnlaugur og ykkur hinum líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2012 kl. 12:13
Eiður ætti nú að fara að halda kjafti. Það er óþolandi að þjóðin sitji uppi með svona sjálfskipaða vitringa eins og Eið Guðna, Svavar Gest, Jón Baldvin ofl sem hafa ekkert gert fyrir land og þjóð nema þá helst að vera á spenanum alla starfsævina. helvítins sjálftökulið sem finnst allt í lagi að selja sjálfstæðið til að þeir og þeirra komist nú á enn feitari spena útí Brussel.
reynir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 12:47
Þessi bloggfærsla þessa fyrrverandi sendiherra okkar á, að mínum dómi, enga málefnalega umræðu skilið.
Mig grunar að þessi fyrrverandi sendiherra hefði getað orðið frambærilegur íslenskukennari í einhverjum af menntaskólum okkar og hugsanlega hefði það starfsvið hentað honum betur.
Agla (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 14:27
Aumingja kratarnir nú þegar Sýndarveruleiki Draumaríkisins er Ónýtur.
Svo eru hér smá skilaboð;
http://www.youtube.com/watch?v=GwrhDXrgQM4
GB (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.