NEI TAKK, Jón Gnarr - Þú hefur þegar sýnt það að þú ert óhæfur sem borgarstjóri !

Þó Jón Gnarr sé ekki slæmur maður og ágætis grínari fyrir sumra smekk. Reyndar er svona aula húmor hans ekki fyrir minn smekk, en það skiptir engu máli.

Þá hefur hann algerlega sýnt það að hann er gjörsamlega óhæfur sem stjórnandi, eins og til að mynda borgarstjóri eða að geta verið almennilegur stjórnmálamaður.

Hvað þá ef svo slysaðist til að við fengjum þennan "trúð" sem forseta þjóðarinnar.

Það væri þvílíkur skandall fyrir okkur sem þjóð og sjálfsmynd þjóðarinnar.

En einnig og ekki hvað síst á alþjóða vettvangi, eftir að hafa nú um langt skeið haft yfirburða skarpan og greindan forseta eins og Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta okkar, sem hefur áunnið sér gríðarlega virðingu og jákvæða eftirtekt um víða veröld fyrir skörungsskap sinn og yfirburða þekkingu á málefnum þjóðar sinnar og alþjóðamálum almennt.

Þar áður höfðum við svo þau Vigdísi og Kristján sem bæði skiluðu hlutverki sínu í embætti með miklum sóma og af djúpri virðingu fyrir þjóð sinni og öðrum þjóðum einnig.  Þó á annan hátt væri, að ýmsu leyti, en hjá Ólafi Ragnari, enda aðrir tímar uppi þá og Ólafur verið mun aðsópsmeiri og umdeildari, þá hefur hann samt notið virðingar bæði velunnarra og þeirra sem ekki hafa stutt hann.

Nei takk, ég held að þjóðin muni sem betur fer ekki taka þessar yfirlýsingar Jóns Gnarrs alvarlega !  


mbl.is Jón íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband