Enn syrtir í álinn fyrir ESB ! Þrátt fyrir "Neyðarfund nr. 8" sem öllu átti að bjarga. Þá trúir markaðurinn ekki á nýjar umbúðir án innihalds !

Hlutabréfavísitölur um alla Evrópu falla enn og aftur að meðaltali vel yfir 3% í stærstu ESB- ríkjunum, sem er gríðarlega mikið fall á eftir allar þær hörmungar sem á undan hafa gengið.

En reyndar er lækkunin lang minnst í Bretlandi eða aðeins 1,83%.  

Þetta gerist þrátt fyrir "allar stóru aðgerðirnar" sem áttundi "Neyðarfundurinn" um helgina skilaði.

Sem reyndust reyndar þegar betur var að gáð ðeins innihaldslaust froðusnakk í nýjum en skrautlegum umbúðum skreyttum bláum gulstjörnufána þessa stjórnsýslu apparats !

Nú þarf enn og aftur að blása til enn eins "Neyðarfundarins" þar sem aftur og enn verður reynt að búa til eitthvað frekara "show" til bjargar skuldavafningnum EVRU og vonlausu og úrsérgengnu Stjórnsýsluapparati Evrópusambandsins !

Ætli að hann Össur hinn "Skarpi" sem nú er víst í höfuðstöðvum ESB Elítunnar í Brussel með sína skósveina viti nokkuð af þessu.

Sennilega ekki enn því að um um þetta leyti dags eru þeir sennilega að skála við Stefan Fulle þessum forstokkaða fyrrverandi Tékkóslavíska harðlínukommúnista og nú áróðurs- og stækkunarstjóra Sambandsins og -öðrum fulltrúum þessa yfircommisars valdaelítunnar á einum af 5 stjörnu "eðal" útvöldum hótelum ESB Elítunnar í Brussel, þar sem allt verður í boði Elítunnar sjálfrar ! 


mbl.is Töluverð lækkun á evrópskum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem er skítalykt .. .......

GB (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband