VG - Forystan með ESB þjónkunn sinni, alveg að verða búinn að eyðileggja þetta sem var hér áður, eina raunverulega vinstra afl Íslenskrar alþýðu !

Ekki er ég hissa á að þessi unga, gáfaða og vel hugsandi kona og nú fyrrverandi formaður "Ungra Vinstri Grænna" Brynja Halldórsdóttir skuli nú á endanum eftir endalaus vonbrigði segja sig úr flokknum sem eitt sinn var að hennar og margra annarra mati flokkur staðfestu og þjóðfrelsis.

Flokkurinn og forysta hans er fyrir löngu búinn að missa allt raunverulegt jarðsamband við "grasrótina" í flokknum og ekkert bendir til annars en þeir verði bara áfram auðmjúk og sífellt eftirgefandi hækja Samfylkingarinnar.

Um fjórðungur þingmannaliðs sem kosinn var af stuðningsmönnum flokksins í s.l. kosningum er nú genginn fyrir borð og hefur sagt skilið við flokkinn og annar fjórðungur sem þó enn eftir situr er niðurlægður og er samt á báðum áttum.

Áfram keyrir samt formaðurinn SJS og harðlínuklíkan í kringum hann, þetta hroðalega ESB- stef og þetta þjóðhættulega blindflug til Brussel í boði Samfylkingarinnar. 

Þetta eru einhver mestu pólitísku vonbrigði sem ég hef upplifað og það á við um mörg þúsundir annarra íslendinga sem í sannfæringu sinni köstuðu atkvæði sínu á þetta pólitíska afl sem ég í reiði minni kalla nú ekkert annað en "flokksskríbbli" og ómerkilega hjáleigu og hundakofa Samfylkingarinnar ! 

 


mbl.is Segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll já það er gott hjá henni að segja sig úr flokknum það hljóta fleiri að gera. Það er athyglisvert að hálftíma eftir að samþykkt er að hafna beri aðlögun að Evrópusambandinu er samþykkt að taka við 600 milljónum frá ESB til að auðvelda þeim það sem þeir eru að reyna,þettað segir manni bara það að það er ekkert að marka þennan flokk í honum eru fólk sem vinnur að því hörðum höndum að koma landinu í Evrópusambandið en þykjist vera á móti.Þóttist líka vera á móti aðild fyrir síðustu kosningar en var samt búið að semja bakvið tjöldin að sækja um aðild að ESB kæmust þau til valda.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 21:46

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott hjá Brynju, foringjaræðið og flokksræðið er hér allt að drepa.

Sigurður Haraldsson, 5.12.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband