Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Hroðalegt ástand í ESB og EVRU ríkinu Spáni ! Fátækt og glundroði !
Það er víst ekki ofsögum sagt yfir því eymdar og vesældar ástandi sem ríkir hér á Spáni.
Ég held að íslendingum væri hollt af að lesa þessa frétt um "Gríðarlega fjölgun fátækra á Spáni".
Ekkert lagast ástandið og enn vex atvinnuleysið, þrátt fyrir launalækkanir, hækkun skatta og miklar skerðingar á lífeyri og bótum öryrkja og atvinnulausra.
Ekki er búist við að neitt lagist hér með stjórnarskiptum sem vænta má nú eftir kosningarnar sem verða hér þann 20. nóvember n.k.
Sósíalistaflokkur Zappateros hefur verið ófær um að laga ástandið sem sífellt hefur versnað og ekki er búist við að spillingar hægri flokkurinn "Party Popular" geri hér nein kraftaverk.
Enda ráða ríkisstjórnir Spánar ekki sínum eigin peninga- og gjaldmiðils málum, sem er einn stærsti hluti vandans.
Spánn hefur með upptöku EVRUNNAR framselt þetta vald sitt til Brussel og ræður ekki yfir sínum eigin gjaldmiðli og það er mjög stór hluti vandans að vera læstir inn með helfrosinn gjaldmiðil sem passar engan veginn hagkerfi þeirra á samdráttar tímum.
Hér þyrfti nú að verða 30 til 40% gengislækkun til þess að koma hjólum atvinnulífsins almennilega af stað og draga úr atvinnuleysinu.
Tekið skal fram að við búum nú á Spáni og höfum gert á fjórða ár.
Gríðarleg fjölgun fátækra á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sannarlega skiptir miklu máli fyrir ríki að hafa sinn eigin gjaldmiðil. Það er það hagstjórnartæki sem best gefst. En okkar ráðamenn eru í óðaönn að fara um heiminn (þ.e. ESB heiminn) til að reyna að fá gott veður fyrir Ísland inn í áþjánina. Þau geta ekki verið heil á geði Jóhanna og Össur. Nema að það liggi eitthvað annað að baki þessu brölti hjá þeim. Og þá er það örugglega ekki með hagsmuni þjóðarinnar í huga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 11:54
Hefur búið í íbúðinn í 30 ár og hefur haft afborganir af íbúðinni upp á 600 € sem hækka í 1300 € á mánuði? Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Þetta getur ekki verið íbúð, þetta hlýtur að vera risastórt einbýlishús með sundlaug og öllu tilheyrandi miðað við afborganirnar.
Fyrir utan það að afborganir hafa lækkað milli ára á Spáni vegna vaxtabreytinga, en ekki hækkað.
Þetta er 100 % áróðursfrétt. 20 prósent tímabundið atvinnleysi á Spáni eru engar nýjar fréttir. Það var líka þannig fyrir 20 og 30 og 40 árum og jafnvel verra þá. Þú byrð á Spáni og ef þú ert sjálfur með lán þar, þá veist þú að þetta er heilber lýgi.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 12:00
Mer finnst furðulegt að loka augunum fyrir vandanum sem skapaðist með Evrunni- einkum á Spáni og Italyu þar sem verðlag fór uppúr öllum hæðum.
Það segir mer fólk sem eg hef verið með þar í skóla- venjulegt fólk sem finnur fyrir verðhækkunum. spánverjar hafa auðvitað eins og aðrir átt erfiða tíma í efnahagsmálum fyrir Evru- Frakkar standa þessum þjóðum lagtum framar- þeir kaupa ekkert af öðrum- eru sjálfbær þjóð.
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.11.2011 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.