Össur, sagði í Rannsóknarskýrslunni að "hann hefði ekki hundsvit á efnahagsmálum" Segir nú að EVRAN sé stöðugt að styrkjast. Merkel segir að það taki EVRU svæðið 10 ár að vinna sig út úr skuldavandanum og EVRU krísunni !

Skildi Össur vita þetta betur en sjálf Merkel kanslari Þýskalands og helstu sérfæðingar heims á sviði hagfræði- og viðskiptamála.
 
Merkel segir að nú sé framundan a.m.k. 10 ára sársaukafull þrautarganga til að vinna EVRU- svæðið út úr skuldavandanum og EVRU krísunni.
 
En svo segir Össur bísperrtur eins og hani á Alþingi að EVRAN muni koma miklu mun sterkari út úr þessu og gerir ekkert úr þessum vandræðum sem fyrr.
Hvor ætli viti nú betur um þessi efnahags- og peningamál frú Merkel, eða Össur, maðurinn sem sagði sjálfur vottfest í Rannsóknarskýrslu Alþingis að hann;
 
"Hefði ekki hundsvit á efnahagsmálum"
 
Hver á að taka þenna ESB/EVRU Snúð Samfylkingarinnar alvarlega.
 
Hvað þarf til þess að maðurinn vakni af þessum blautu ESB/EVRU draumum sínum og Samfylkingarinnar.
 
EVRAN er að verða martröð Evrusvæðisins og meira að segja smitar þessi skemmdi og gallaði gjaldmiðill og vandi hans allan efnahag veraldarinnar.
 
Í upphafi aðildarviðræðnanna sagði Össur kampakátur að við myndum vera á hraðferð þarna inn og yrðum kominn í bandalagið eftir 15 til 16 mánuði og með EVRU eftir rúmlega 2 ár eða svo.
Allt reyndist þetta sem betur fer aðeins rakalaus áróður og tómar blekkingar.
 
Eins og reyndar allt annað sem frá þessum manni hefur komið varðandi ESB og EVRU málin.
 
Það er svo sannarlega komið mál að linni.
Burt með Samfylkinguna, sem vinnur beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar og er án umboðs meirihluta þjóðarinnar í þessu máli.
 
Við þurfum nýja Ríkisstjórn sem stöðvar þetta ESB glapræði, það má gera það með þjóðaratkvæðagreiðslu þess vegna.
 
Meirihluti fólks vill ekki að þesssi mál verði keyrð áfram með þessari vitleysu og þráhyggju Samfylkingarinnar. 

mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja Össur hann er svo tregur, en veit samt af því.

Samanber: "Hef ekki hundsvit á efnahagsmálum."

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef við leggjum þetta tvennt saman, þ.e. að Össur hefur ekki hundsvit á þessu en hann fullyrðir samt um meintan framtíðarstyrk Evrunnar, þá er aðeins ein rökrétt niðurstaða. Og hún er að gera þveröfugt við það sem Össur segir.

Lánakjör íslenskra heimila eru núna BETRI en ríkissjóðs Ítalíu.

Voru ekki betri lánakjör og efnahagslegur stöðugleiki meginrökin fyrir því að sækja um aðild að ESB? Mér sýnist að við stöndum núna mun betur en ESB í þessum málaflokkum, svo aðildarrökin hafa snúist upp í fullkomna andhverfu sína. Þessi sömu rök hníga nú að því að við eigum að forðast ESB eins og heitasta helvíti!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2011 kl. 21:11

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnlaugur þetta er orðið mjög alvaralegt með þennan mann vegna þess að það er greinilegt að hann veit aldrei hvort hann er að koma eða fara og þegar lygarnar vella upp úr honum hvort sem hann er meðvitaður eður ei þegar hann lætur orðin útút sér þá er þetta ekki eðlileg hegðun...

Það er alvaraleikinn í þessu...

Já Guðmundur mér sýnist á öllu eftir atburði dagsins á Ítalíu að staðan sé orðin þannig að Evran innan ESB ríkja valdi meira tjóni en gagni fyrir ríkjin með hana tengda við hagkerfið í leiðinni og hvað þýðir það annað en misheppnuð aðgerð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 22:46

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Öll rök aðildarsinna fyrir ESB inngöngu Íslands eru hrunin! Hvað er að ríkisstjórninni? Það er útilokað að semja uppá annað við ESB en að ganga í ESB.l Og það er ekki vitglóra í því að loka okkur innan múra ESB næstu áratugina. Er fólk ekki búið að "kíka í pakkann" ? Það sem er í pakkanum blasir við núna, og innihaldið er hrein hörmung.

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.11.2011 kl. 23:27

5 identicon

Þakka öllum fyrir innlitin á síðuna mína í kvöld og líka fyrir góð "komment".

Já þetta er dapurlegt að horfa upp á þessi ósköp með hann Össur karlangann.

Ég hugsa að það væri alveg sama hvaða hörmungar ástand myndi koma fyrir innan ESB eða á EVRU svæðinu.

Þó svo að allt Bandalagið logaði í vopnaátökum og blóðugum uppreisnum, atvinnuleysið væri orðið yfir 50% eins og það stefnir reyndar í sums staðar, þá myndi hinn bísperrti og veruleikafyrrti Össur endalaust finna einhverjar réttlætingar til þess að segja okkur að þetta væri akkúrat rétti tíminn, nú ættum við að nota tækifærið og smygla okkur þarna inn og að ESB stjórnsýsluapparatið væri bara að herðast í eldi hinnar Sam- Evrópsku hugsjónar um eitt sameinað sterkt og eilíft ríki þar sem allar meinsemdir mannlegs samfélags yrðu upprættar innan skamms !

Þetta er svo heimskulegt og smeðjulegt hjá manninum að þið fyrirgefið þó manni verði oft frekar flökurt við að hlusta á þetta hégómlega mærðartal þessa flýrulega mesta ESB- aftaníossa Samfylkingarinnar allra tíma !!

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband