Auðvitað eiga hagsmunir þjóðarinnar að vera í fyrirrúmi. En ekki hagsmunir eða reglufargan ESB !

Hárrétt hjá Jóni Bjarnasyni.

Alþingi samþykkti sem betur fer ákveðna fyrirvara með ESB umsókninni og eftir þeim fyrirvörum sem eru grundvallar hagsmunir þjóðarinnar ber að vinna.

Samninganefndarmenn Íslands í ESB viðræðunum sem allir eru þekktir ESB sinnar og voru handvaldir af Össuri Skarphéðinssyni í þessar viðræður, komast ekkert framhjá þessum fyrirvörum þó svo þeir reyni það á ýmsan hátt og reyni með hjálp ESB sinnaðra fjölmiðla að rjúka upp moldviðri og reyna að gera Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að einhverjum sökudólg til þess að breiða yfir það að þeir eru að reyna með lymskulegum hætti að fara á svig við þessar samþykktir sjálfs Alþingis.

Jón Bjarnason á hrós skilið fyrir það að virða samþykktir Alþingis og er einn af örfáum í þessari ríkisstjórn sem þorir og vill standa í lappirnar við að gæta hagsmuna lands og þjóðar gagnvart ESB innlimuninni !


mbl.is Hagsmunir þjóðar í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjah, það má vera að evrópusambands sinnar séu að notfæra sér, hversu auðvelt er að ráðast á landbúnaðar kerfið hérna, til að koma sínu á framfæri. En tollvernd fyrir landbúnað sem takmarkar framleiðslu matvæla, er alls ekki liður í að tryggja fæðu örryggi. Það er frekar liður í að neyða þjóðina til að versla á lélegustu kjörunum, og vekur þá spurningu hjá mér, um hvers vegna forfeður okkar vildu sjálfstæði í fyrsta lagi. Við virðumst vera okkur sjálfum verst, allavega ef þetta er það besta sem fólk er að bjóða uppá. Íslenskur landbúnaður er rekinn eins og geðspítali og fólk sem færir rök fyrir honum virðist geðsjúkt í allra augum, þar sem rökin þeirra falla um hvort annað, og útiloka sig sjálf. Burt með heftir á landbúnað, áfram með framleiðslu, og ef það er afgangur, þá finnum við útúr því með sköpunargáfum.

Pétur (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband