Auðvitað fer Hoffellið með stýrislausa Kýpverska Stór-hafskipið Ölmu til heimahafnar á Fáskrúðsfirði nú strax í nótt !

Glæsilegt björgunarafrek skipverja og útgerðar Hoffellsins frá Fáskrúðsfirði ef þeir koma þessu stjórnlausa skaðræðis hafskipi til hafnar í heimahöfn sinni á Fáskrúðsfirði nú í nótt.

Íslenskir, austfirskir sjómenn láta ekki að sér hæða.

Fáskrúðsfirðingar halda auðvitað síðan skipinu og farmi þess í gíslingu og vírbundinni við bryggju á Fáskrúðsfirði þar til eðlileg og sanngjörn björgunarlaun hafa verið greidd til skipverja og útgerðar Hoffellsins af eigendum og tryggingaraðilum þessa Kýpverska stýrislausa "druslu" hafskips.

Sem ég reyndar stórefast um að hafi vottun alþjóðlegra skipaeftirlitsaðila til siglinga um heimshöfin og er það til umhugsunar fyrir Íslensk hafnsögu yfirvöld að svona druslu barkar frá ESB löndum fái að sigla hér um íslenska lögsögu, stórhættulegar manndrápsfleytur, eins og sjóræningja skip dauðans.

Ég vona að ég sé ekki of fljótur á mér að óska skipverjum og útgerð Hoffellsins til hamingju með þessa giftusamlegu björgun og reyndar Fáskrúðsfirðingum öllum. 

 


mbl.is Áætlun breytt vegna slæms veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Krtistján Guðmundsson

Áhöfn Hoffels innilega til hamingju með björgunina

Krtistján Guðmundsson, 6.11.2011 kl. 00:54

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir á Hoffellinu fá VERULEGA góð björgunarlaun, sem verðugt er og rétt.

Jón Valur Jensson, 6.11.2011 kl. 01:48

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Hjartanlega sammála ykkur öllum !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.11.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband