Leiðin er löng og ströng, 10 ára þrautarganga að koma EVRU svæðinu út úr skuldakreppunni ! Þetta segir sjálf Angela Merkel. Skyldi Jóhanna og Samfylkingin vita af þessu !

Hún boðar nú hvorki meira né minna en 10 ára þrautargöngu út úr skuldavandræðunum.
 
Þetta er næstum eins dramatískt og þegar Winston Churcil forsætisráðherra Breta sagði við þjóð sína í byrjun Síðari heimsstyrjaldarinnar. "Ég boða ykkur ekkert annað en, blóð, svita og tár".  
 
Svo tala Össur og Jóhanna alltaf eins og ekkert sé að, þetta sé aðeins tímabundið smá vandamál, sem leyst verði auðveldlega og EVRAN og ESB verði bara enn sterkari innan skamms.
 
Margir mjög virrtir hagfæðingar telja nú að EVRAN sé algerlega dauðadæmt fyrirbæri.
Innbyggðir hönnunargallar og veikleikar þessa gjaldmiðils séu allt of margir og að enginn lækning sé til, nema kannski ein.
 
Þessi eina lækning sem kannski er til talar nú Jochika Fischer fyrrverandi utanríkisráðherra og vara Kanslari Þýskalands um að sé sú að breyta ESB/EVRU svæðinu í eitt Sambandsríki þ.e. Bandaríki Evrópu.
Með einni samhæfðri og mistýrðri Ríkisstjórn.
 
Hann talar jafnframt um að það megi engan tíma missa til að koma þessu í framkvæmd, til þess að forða öllu Evrusvæðinu frá stórslysi. 
 
Ég sé ekki annað en að þessi ESB umsókn sé gjörsamlega fallinn um sjálft sig, því að það er orðin alger forsendubrestur.
Við erum að sækja um inngöngu í eitthvað allt annað fyrirbæri en var sumarið 2008.

mbl.is Löng leið að bata á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna segir höfuðpaur ESB, það sem almenningur á Íslandi er búin að sjá í marga mánuði !

Hvernig ætla Össsur og Jóhanna að túlka þetta ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þau munu eins og vanalega ekki þykjast hafa séð þetta og aðeins segja að við verðum að herða róðurinn við að koma okkur þarna inn.

Þegar Evrukrísan er í umræðunni sem hún hefur verið undanfarið 1 og hálft ár þá minn þau skötuhjú Samfylkingarinnar þau Jóhanna, Össur og Árni Páll minna mig alltaf meira og meira á apana 3 sem sitja saman á frægri ljósmynd.

Einn hélt fyrir augun, af því að hann vildi ekki sjá, annar hélt fyrir eyrun af því að hann vildi ekki heyra og sá þriðji hélt fyrir munninn, af því að hann vildi alls ekki segja frá þeim hörmungum sem hann samt bæði sá og heyrði.

Slík er afneitun þessa vesalings fólks !

Gunnlaugur I., 5.11.2011 kl. 11:28

3 identicon

nei nei Gunnlaugur þau segja örugglega að Fischer hafi ekki hugmynd um hvað hann sé að segja, þau viti þetta miklu betur!

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 12:22

4 Smámynd: Björn Emilsson

Það sem í raun og veru er að ESB sem slíkt er búið ævintýri. Við hefur tekið Stór-ríki Þýskalands.

Björn Emilsson, 5.11.2011 kl. 23:46

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Íslenska þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um það hvort hún vilji þetta aðildarferli. Þau okkar sem kusum v-g vegna kosningaloforða þeirra um ESB andstöðu þeirra vorum illilega svikin.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.11.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband