Aumingja Papandreo guggnar. "Merkozy" tvíeykið sýndi honum ESB/EVRU vígtennurnar á sérstökum neyðarfundi í gær ! Beint og opið lýðræði er og hefur alltaf verið, eitur í beinum Ráðstjórnarinnar í Brussel !

Það var svo sem auðvitað. Aumingja Papandreo hann var píndur til þess að draga þetta til baka.
 
Enda var öll Elíta ESB/EVRU svæðisins að fara af límingunum.
 
Sorglegast er þetta auðvitað fyrir Grikki sjálfa en einnig fyrir allan almennig á ESB/EVRU svæðinu, þar sem lýðræðið fer stöðugt minnkandi í krafti sífellt aukinna valdheimilda gírugrar Ráðstjórnar-Elítunnar í Brussel !

mbl.is Hætta við þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aumingja Papandreo??? Þetta er mesta pólitíska viðrini sögunnar. Kæmi mér ekki á óvart að nú verði honum bolað frá eða hreinlega skotinn. Hann notaði þetta vísvitandi sem klækjabraðgð og gerði Lýðræðið að skækju um leið.

Honum var aldrei alvara með þessu, samt var búið að samþykkja þetta í þinginu og af forseta. Í evrulandi þýðir það ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er bara hægt að segja "allt í plati".

Þetta lýsir ESB fullkomlega. Gamla Sovét bliknar við hliðina á þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 18:04

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að berjast gegn þessu hér hjá okkur því við höfum enn meiri möguleika til að ná í stjórnendur!

Sigurður Haraldsson, 3.11.2011 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Piltar góðir Það að svona staða komi upp mun alltaf falla með okkur sem munum alltaf segja nei við að fara þarna inn.

Einhverjir ESB sinnar hefðu sagt pjúff og andað léttar amk. til að byrja með. 

Við getum hinsvegar séð þetta í hreinu ljósi eins og það er. En bíðið við mun stjórnarandstaðan styðja við skuldabjörgunina?

Hvað segir almenningur á götunni? Verður bara ekki allt vitlaust útaf þessu öllu?

Guðni Karl Harðarson, 3.11.2011 kl. 20:01

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vil líka vekja athygli ykkar á því að hvergi segir ENN fyrir fullt og allt hvað muni gerast. Ef við skoðum báðar þessar síðustu fréttir um þetta mál þá virðist svo vera að stjórnarandstaða sé að setja þrýsting á að forsætisráðherrann segi af sér.

Er það sem þeir setja sem skilyrði fyrir stuðningi við þessar svokallaðar björgunaraðgerðir ESB Elítunnar og þrýsting frá þeim?

Guðni Karl Harðarson, 3.11.2011 kl. 20:30

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Meðan þessi stjórn er uppi mun hun halda áfram að troð okkur þarna inn og það verður engin atkvæðagreiðsla- fyr en og seint. Enda enginn tími h´ja þessu fólki til að gera neitt annað

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.11.2011 kl. 21:27

6 identicon

Kæru lesendur.

Takk fyrir innlitin og öll ágætis commentin, hér að ofan.

Þetta er allt saman ein harmsaga og einn farsi og því miður þá geta þessi ósköp aldrei endað verr en illa fyrir Grísku þjóðina.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband