Þjóðaratkvæðagreiðsla ! Það þolir BRUSSEL valdið illa - Markaðir falla. EVRU krísan stigmagnast !

Nú falla hlutabréfavístölur um alla Evrópu 3ja daginn í röð og sérstaklega varð gríðarleg lækkun í gær og stefnir í það sama í dag.  

Nú er öll hækkunin sem varð um skamma hríð í síðustu viku farinn út í veður og vind og gott betur, eftir að "Merkozy" samkomulagið og sá stjörnum prýddi björgunarsjóður nr. 3 var kynntur til sögunnar með lúðrablæstri, eftir miklar og erfiðar fæðingarhríðir.

Markaðir sáu fljótlega að þessi hækkun á björgunarsjóðnum voru sjónhverfingar og stóðust ekki.

Reynd voru gömlu bankatrixinn að gíra upp fjármagnið með sýndarveruleika, eins konar sápukúluhagfræði sem svo var kynnt undir með auglýsingamennsku og blekkingum.

Síðan var einn æðsti  Commisar EVRU lands sendur út í heim með betlistaf og betlibauk til að betla raunverulegt fjármagn af Rússum, Norðmönnum og Kínverjum. Honum hefur orðið lítið sem ekkert ágengt, enda varla að það hringli einu sinni í tómum bauknum hjá honum.

Ráðamenn ESB/EVRU lands hafa gert sig að atlægi út um allan heim og þeir hafa misst allan trúverðugleika bæði heima fyrir sem og annars staðar, fyrir vesældóm sinn, ráðaleysi sitt og síendurtekna sýndarmennsku.

Þeir hafa algerlega sýnt umheiminum það að þetta stjórnsýsuapparat ESB/EVRU er handónýtt og virkar ekki og er með öllu ófært um að taka af viti á efnahags- og gjaldmiðilsvandamálum sínum.

Nú bætist enn við ótta ESB Commísarana í Brussel að aumingja karlinn hann  Papandreo forsætisráðherra Grikklands datt skyndilega og fyrirvaralaust það snjallræði í hug í raunum sínum að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um alla þessa björgunarpakka sem neyddir hafa verið uppá þjóð hans af ESB og AGS, með ströngum skilyrðum um launalækkanir, gríðarlegar skattahækkanir og sölu allra ríkiseigna þ.e. einskonar brunaútsölu á þjóðareignum Grikklands.

Papandreo hugsar sjálfssagt sem svo að þar sem Ríkissttjórn hans ræður hvort eð er engu um framvindu og framtíð sinnar eign þjóðar, þá sé þetta djarfur leikur í stöðunni til að þjóðin endurheimti virðingu sína og völd.

Það er nefnilega svo komið að öll þeirra ráð eru nú komin í hendur Commisara ráðana í Brussel, með hjálp AGS og auk þess koma engir þessir björgunarpakkar Grísku þjóðinni eða Grískum almenningi að gagni.

Þess í stað rennur allt þetta fjármagn til þess að greiða helsta Stórcapítali Evrópu, helst upp í topp allar þær skuldir sem þeir í græðgi sinni lánuðu Grískum, braskbönkum og fyrirtækjum þeirra.  

Síðan verður Grískur almenningur, næstu kynslóðir látnar bera byrðarnar af þessari vitleysu sem þeir áttu engan þátt í.

Þessar svokölluðu "björgunaraðgerðir" sem ESB Elítan vill neyða aðildarþjóðir sínar til að fara í vegna efnahags- og bankavandans, kalla ég ekkert annað en óhroða, svona álíka eins og að reyna að lækna geðveilur nýkapítalismans og græðgisvæðingarinnar með Sósíalisma Andskotans ! Algert siðleysi og aðför að almenningi.

Það sem ráðmenn í Brussel óttast mest af öllu eru "þjóðaratkvæðagreiðslur", því þær kalla þeir "And-Evrópskar" og þær geta ógnað alræði Commísara ráðana þeirra og því reyna þeir yfirleitt með öllum ráðum að sneiða hjá þeim.

Ef það hinns vegar tekst ekki og þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram og niðurstöður hennar eru ESB- Elítunni ekki þóknanlegar að þá bregst það ekki að þá koma þeir því þannig fyrir að það verður kosið aftur og aftur alveg þar til þóknanleg niðurstaða fæst. 

Við skulum vona að ESB apparatinu takist ekki að stöðva þessa þjóðaratkvæðagreiðslu eða að hræða Grískan almenning með auglýsinga- og hræðsluáróðri til þess að kjósa gegn þjóðarhagsmunum sínum.  

Þessi merka þjóð Grikkir sem eitt sinn var vagga siðmenningarinnar á betra skilið en láta ESB Elítuna og EVRÓPSKA siðblinda og spillta tæknikrata kjöldraga sig. 

 

 

 

 

 


mbl.is Mikil lækkun í morgunsárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband