Trilljóna EVRU Björgunarsjóðurinn sem öllu átti að bjarga. Allt mun því miður fara á sama veg fljótlega.

Ég hélt reyndar eftir allar þessar erfiðu fæðingarhríðir að þessi svokallaði björgunarpakki ESB/EVRU svæðisins myndi duga aðeins lengur.

Spáði því í gær hérna á blogginu að þetta myndi duga í svona kannski 2 til 4 vikur, þá yrði allt komið á heljarþröm aftur. En það var greinilega mjög svo ofmetið, þetta er strax farið að skjálfa. Markaðurinn sér í gegn um þetta og er ekki að kaupa þetta.

Þannig er þessi svokallaði "björgunarpakki" þegar betur er að gáð lítið meira en stærri og flóknari umbúðir og svona einskonar sjónhverfingar þar sem reynt er að blása sápukúluhagkerfið upp með alþekktum og banvænum bankatrixum.  

Því virðist þetta því miður ætla að verða enn ein mislukkaða tilraun þessa vonlausa valda apparats til þess að koma einhverjum böndum á skuldafarganið og bankavitleysuna.

Að ætla að lækna græðgisvæðinguna og fárveikan alheims kapítalisman, með þessum aðferðum sem ég kalla "Sósíalisma andskotans" mun aldrei ganga upp !


mbl.is Viðsnúningur á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er samt sem áður furðulegt að markaðir skuli taka ögn við sér við þessi trix að markaðurinn skuli ekki fyrir löngu vera farinn að átta sig á því að þetta er allt innistæðulaust rugl.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 17:43

2 identicon

Sæll Kristján.

Hressilegt og skemmtilegt að vera búinn að fá þig hér activan á Moggabloggið.

Hef fylgst með skrifum þinum og commentum og þau eru bæði skemmtileg og feikna sterk.

Varðandi comment þitt hér hjá mér þá voru markaðirnir nú eftir "stóra björgunarpakkann" aðeins að taka við sér í 2 til 3 daga eftir geysilegt hrap, unanfarna mánuði, sem engan veginn dróg neitt til baka sem skipti máli.

Í dag varð svo afturkippur eða stöðnun svo að þetta er aftur farið að nötra og skjálfa.

Ég spái næstu viku svona nötrandi fram og aftur en svo verður þetta bara áfram niður.

Skuldatryggingarálag Ítalskra 10 ára ríkisskuldabréfa fór í dag yfir 6% vaxtatöluna sem er talið komið niður fyrir botninn og aldrei verið lægra.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband