Barasso og framkvæmdastjórn ESB vilja nú láta banna sannleikann þegar hann passar ekki inní glansmyndina !

Alveg er þetta í anda Ráðstjórnarinnar í Brusssel.

Enda Barrosso sjálfur gamall kommúnisti, meira að segja sanntrúaður Maóisti.

Ef sannleikurinn er þeim ekki að skapi þá á bara að gefa út eina allsherjar tilskipun sem bannar óþægilegan sannleikann.

Setja svo upp heila Stofnun, "European Securities and Markets Athorit" til þess að fylgja því eftir að sannleikurinn fái nú hvergi að leka út.

Svona einskonar fjármála öryggislögreglu Elítunnar sjáfrar til þess að reyna að blekkja og ljúga og passa uppá glansmyndina af hinum óskeikulu og ósnertanlegu leiðtogum Ráðstjórnarinnar.

Kostnaðurinn við þessa Stofnun skiptir þessa háu herra engu máli það verður bara áfram seilst dýpra ofan í vasa almennings og skattgreiðenda í ESB.

Um að gera að blekkja og fela sannleikann um eðli ESB og EVRUNNAR sem lengst !

Hvað verður næst, mun þessi nýja Öryggisstofnun þeirra fá valdsheimildir til að beita ritskoðun á fjölmiðla og tímarit sem leyfa sér að gagnrýna þessa gerspilltu Ráðstjórnar Elítu eða ónýtu myntina sem þeir hafa troðið uppá þegnanna.

Þeir munu þá líklega láta loka mörgum blaðaútgáfum og taka úr umferð ýmsa blaðmenn sem skrifa um fjármál og peningamál, einna fyrst munu þeir væntanlega láta loka fyrir útgáfu hinns virrta þýska tímarits Der Spiegel, sem sagði í frægri grein í síðustu viku að; 

"Evran væri hættulegasta mynt veraldar"

Þetta skaðræðis Ráðstjórnarbandalag minnir alltaf meir og meir á hina handónýtu stjórnsýslu Sovétríkjanna sálugu.


mbl.is Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þessir menn eru í svo ofboðslegum vandræðum að þeir grípa í öll hálmstrá og reyna með öllum ráðum að klóra yfir skítinn sinn og reyna að láta það líta betur út en það er. En það þíðir ekki neitt heimurinn allur horfir á, haldinn fyrirlitningu og kvíða.

Snorri Hansson, 20.10.2011 kl. 15:18

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Við vitum að Evran er ekki bara drápstól á efnahag landa- aðildin sjálf að bandalaginu er  lík skurði sem er grafinn svo vatnið- epa þjóðararðurinn- renni beint í greypar Brusselmanna- sjálfur Hitler gæti ekki hafa unnið betur- hann notaði bara synilegri vopn !

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.10.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband