Miðvikudagur, 19. október 2011
Stefán Fule: Núverandi Yfircommízar ESB Ráðstjórnarinnar í BRUSSEL - Fyrrverandi Commízar í hinum alræmda Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu heimsækir nú Ísland !
Stefán Fulle yfircommísar stækkunar- og áróðursmála ESB Ráðstjórnarelítunnar í Brussel er kominn til Íslands til að útbreiða fagnaðarerindið og leggja línurnar um hvernig vélað skuli með þjóðarsálina í áróðursherferðinni sem Bandalagið er nú að undirbúa hér á landi.
Hann hefur nú þegar lofað verulegu fjármagni í opnun upplýsingaskrifstofu og til útgáfu- og áróðursmála.
Stefán Fulle þekkir vel til hvernig best er að heilaþvo fólk undir eina miðstýrða ráðstjórn, því að sjálfur gekk hann í hinn alræmda og illræmda Kommúnistaflokk Tékkóslóvakíu árið 1982 og var þar orðinn háttsettur í Ráðstjórninni og sat þar allt þar til flokknum og hans hyski var komið frá völdum í flauelisbyltingunni svokölluðu árið 1989.
Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu þótti einna íhaldssamastur og Sovét hollastur af Kommúnistaflokkum Austan-tjalds landanna og jafnframt einn sá spilltasti og illræmdasti frá vorinu í Prag og innrás Sovétmanna þar árið 1968.
Tékknesku Kommarnir voru samt flestir fljótir að umbreytast og aðlagast nýjum siðum bæði í pólitík og viðskiptum og því komst hann nánast strax aftur til pólitískra metorða en nú í Tékknesku Samfylkingunni og gengdi þar veigamiklum ráðherraembættum á tíunda áratug síðustu aldar.
Síðar tókst honum í gegnum flokkspólitíska endurvinnslu klíkustjórnmála án þess að vera nokkurn tíman kosinn til þess að koma sér þægilega fyrir sem einn af helstu Commiserum hinnar miðstýrðu ESB Valdaelítu í Brussel.
Dyggilega og einarðlega studdur af gömlum skoðanabróður sínum harðlínukommúnistanum og Maóistanum Mr. Barosso sem nú er Æðsti yfir Commísar sjálfrar frakvæmdastjórnar ESB Valda-Elítunnar.
Er nema furða að gamlir gatslitnir uppjafa Kommar eins og Össur Skarp. og Árni Páll skuli tilbiðja og dýrka þetta miðstýrða og upphafna valdaapparat ESB, þar sem völdin eru færð þeim á silfurfati, en eru ekki samfélagsleg þjónusta við fólkið í landinu heldur aðeins yfirþjóðlegir valdahagsmunir og græðgislegir eiginhagsmunir og makgráðug forréttindi sjálfrar valdaklíkunnar.
Auk grunnþekkingar er helsta heimild Wikipedia
Lýsa ánægju með viðræðuferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér Gunnlaugur. Gleymdu ekki höfuðpaurunum Steingrími J og Svavari Gestsyni. Nú geta menn séð svart á hvítu hvert stefnir, og hverjir eru í forystu í þessu ESB Sovét spillingarbæli. KOmmunistastjórnin islenska hefur ástæðu til að gleðjast. Fyrir þeim eru þetta ekki landráð.
Björn Emilsson, 19.10.2011 kl. 22:47
Hvar er þessi útþensluráðherra* ESB staddur? Það þarf sem fyrst að efna til mótmælaaðgerða. Ég er fyrst núna að frétta af þessari komu hans hingað til lands.
* Štefan Füle er einn kommissaranna í framkvæmdastjórn (Commission) ESB, sem fúngerar sem ríkisstjórn þess ríkjasambands. Kommissararnir eru þar með ekki einberir "stjórar", heldur með stöður sem jafngilda ráðherraembættum og þeim ekki valdalitlum. "Stækkunarstjóri" er fagurmæli eða fegrunaryrði um útþenslumálaráðherra, það er þessi gamli harðlínukommúnisti orðinn í reynd. - "En mega gamalkommar ekki snúa sér að öðru betra?" geta menn spurt. En svarið er, að það er hættulegt fyrir þjóðir ESB að fá gamla harðlínumarxista til valda, af því að í þeirra hugmyndafræði var tilgangurinn látinn helga meðalið. Það mælir ekki með ESB, að slíkir aflóga öfgamenn safnist þangað á valdastólana - menn eins og Füle, Barroso og Daniel Cohn-Bendit!
Jón Valur Jensson, 20.10.2011 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.