ICESAVE málið enn "óleyst" segja samningamenn ESB ! En það átti að vera alveg óskylt málefni.

Það mál átti einmitt enginn áhrif að hafa á aðildarumsóknina margsögðu ESB sinnar hérlendis.

En nú heyrist þetta beint frá ESB Elítunni sjálfri og reyndar ekki í fyrsta skipti.

Íslenska þjóðin er tvívegis búinn að hafna því að bera nokkra ábyrgð á ICESAVE málinu, umfram tryggingarsjóðinn og ber það heldur ekki samkvæmt samningum og sjálfu regluverkinu.

Þeir ætla seint að skilja það.

En í raun ætti nú að kjósa um það nú þegar að hætta þessum samninga- og aðlögunarviðræðum við þetta handónýta og vonlausa Stjórnsýsluapparat ESB sem komið er að fótum fram.

Íslenska þjóðin hefur aldrei verið spurð og hún myndi nú þegar í slíkum kosningum hafna ESB helsinu rétt eins og við tvívegis höfnuðum ICESAVE klafanum réttilega og það með miklum mun.


mbl.is Erfiðar viðræður framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við erum komin langleiðina í EU og fylgjum þar í fótpor þín. þú everkrt forgöngumaður þar enda viltu hvergi annarsstaðar vera og lítur ekki við öðru lengur.

Varðandi icesaveskuld ykkar sjalla, þá vísa þeir þar í umsögn Eftirlitsstofnun ESA þar að lútandi en það er stofnun sem hefur eftirlit með því að ríki uppfylli skyldur ES Samningsins.

Eigi er það nú flóknara en það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2011 kl. 12:25

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var ekki mikill munur. Rétt rúmlega 50%.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.10.2011 kl. 17:16

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Sleggjan og Hvellurinn, þetta er einfaldlega ekki rétt hjá ykkur.

Í fyrri ICESAVE atkvæðagreiöðslunni voru yfir 90% á móti.

Í seinni ICESAVE atkvæðagreiðslunni höfðu samningarnir talsvert verið lagaðir til en samt sem áður voru meira en 60% enn á móti og aðpeins tæplega 40% með það telst heilmikill og umtalsverður munur í kosningum

Gunnlaugur I., 12.10.2011 kl. 18:16

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Til að vera nú enn nákvæmari þá fór þetta víst þannig um ICESAVE III samninginn að 59.5% vildu hafna honum en 40,5% samþykkja hann af þeim sem afstöðu tóku.

Það er langur vegur frá því sem að Sleggjan og Hvellurinn héldu hér fram þar sem þeir reyndu að gefa það til kynna að þetta hefði verið naumlega fellt eða að aðeins "Rétt rúmlega 50%", hefðu verið á móti samningnum og þá gætu menn haldið að kannski 49,9% hafi verið honum meðmæltir. Lúmskulegar eftir á sögufalsanir það.

Gunnlaugur I., 12.10.2011 kl. 19:01

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

59,5% verður seint talið "með miklum mun".

Talandi um sögufalsanir.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2011 kl. 08:15

6 identicon

Þið ætlið enn að halda þessari vitleysu ykkar fram. Það að 59,5% kusu gegn síðasta ICESAVE samningi en einungis 40,5% með honum er algerlega afgerandi munur og stórsigur okkar andstæðinga ICESAVE kúgunarsamningana.

Ef að þið kunni- eitthvað í stærðfræði og prósentureikningi þá þýddi þetta einfaldlega það að 47% fleiri þeirra sem kusu, þeir kusu gegn samningnum heldur en þeir sem kusu með honum.

Það er mjög mikill munur tölfræðilega, sama hvernig á það er litið.

Hættið þið svo að vera svona hroðalega tapsárir þið verðið að fara að búa ykkur undir enn stærra og sárara tap, þ.e. þegar þjóðin hafnar ESB aðildarhelsinu með öllu.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 09:59

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég mun ekkert endilega kjósa með ESB samningnum. Það kemur bara í ljós hvernig hann lítur út.

En ég vill samt fá að sjá samninginn. Einsog flestir Íslendingar.

skv nýlegri könnun Fréttablaðsins vildu yfir 60% Íslendingar klára ferlið... það er afgerandi afstaða skv þínum rökum.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2011 kl. 10:28

8 identicon

OK vonandi, munið þið einhverjir ykkar kjósa gegn samningnum. Það er alltaf von að menn skipti um skoðun.

En munurinn á ICESAVE kosningunum og þessari tilvitnuðu skoðanakönnun ykkar, var sú að í ICESAVE málinu fóru fram kosningar og niðurstaðan varð svona afgerandi höfnun á samningum í annað sinn.

Allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin rúmlega 2 ár hafa sýnt afgerandi andstöðu gegn ESB aðild eða þetta 62 til 69% þjóðarinnar.

Varðandi hvort að halda ætti samningaferlinu áfram eða hætta því hafa niðurstöður kannana verið misvísandi.

Með fullri virðingu fyrir skoðanakönnunum þá var þessi skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera mjög svo leiðandi og ófaglega. Augsýnilega sett upp þannig að fá fleiri til þess að samþykkja að halda ætti ferlinu áfram. Ég vil sjá aðra könnun um þetta efni þar sem hlutunum er stillt upp óhlutlægt og af fagmennsku en ekki í áróðursskyni.

Því er ekki að neita að margir þeir sem hafa lýst sig andvíga ESB aðild segjast samt vilja sjá þetta ferli klárað, því að það muni aldrei náðst nokkur friður fyrr en þjóðin verður búinn að jarða hugsanlegan ESB samning fyrir fullt og allt.

Ég hef lengi vel verið einn af þeim, en hef skipt um skoðun vegna hörmungana sem ganga nú yfir EVRU svæðið og upplausnina, ráðleysið og getuleysi þessa stjórnsýsluapparats blasa nú við allri heimsbyggðinni.

Þess vegna vil ég nú gera hlé á þessu umsóknarferli og leggja umsóknina til hliðar í allt að 2 ár a.m.k. og þá verði kosið um það hvort að taka eigi upp þráðinn að nýju.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:40

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er sammála þeirri lausn.

Leggja hana til hliðar í tvö ár og kjósa um framhaldið eftir það.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2011 kl. 12:24

10 identicon

Til hamingju Sleggjan og Hvellurinn, loksins urðum við málefnanlega sammála.

Ég þóttist svo sem oft finna að í raun væri ekki langt á milli okkar í skoðunum þegar á reyndi.

Ég held að þetta myndi verða sátta tillaga sem að félli í góðan jarðveg hjá flestum bæði í okkar hópi og svo flestum ykkar sem eruð frekar hlynntir ESB.

Það er ekki rétti tíminn núna að halda áfram þessum leik með meirihluta þjóðarinnar á móti þessu, ríkisstjórnina og þingliðið illa klofið í málinu.

Þið hefðuð jafnvel meiri séns eftir 2 ár að kalla eftir að haldið yrði áfram með málið og þáverandi stjórnvöld yrðu þá að halda þannig á málum.

En núverandi stjórnvöld hafa aðeins æst til úlfúðar og sundurlyndis og eru meira og minna umboðslaus við að halda þessari aðildarvitleysu til streytu, ekki síst eins og allar aðstæður eru innan ESB og EVRU ríkjanna.

Vona að þið talið fyrir þessari sátt og málamiðlunar lausn sem víðast.

Tek hatt minn ofan fyrir ykkur.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband