Ólafur Ragnar þakkar Kínverjum fyrir öflugan stuðninginn - Að sjálfssögðu !

Ólafur Ragnar veit að mikilvægur stuðningur Kínverja í upphafi kreppunnar skipti okkar smáu og þá hjálparþurfi þjóð verulegu máli.

Kínverski Seðlabankinn bauð þá fram gjaldeyrisskiptasamning við Seðlabanka Íslands fyrir verulegum fjárhæðum fyrri part ársins 2009 sem er einskonar loforð um yfirdrátt ef á þarf að halda, þetta skipti okkur þá mjög miklu máli.

Því að þá hafði lánveitingum AGS og Norðurlandana og nokkurra annarra Evrópuríkja þráfaldlega verið frestað eða skotið á frest.

Þetta hafði gerst vegna þess að Stjórn AGS var misnotuð af fulltrúm Breta og Hollendinga í stjórn sjóðsins ásamt með með fulltingi annarra fulltrúa ESB, til þess að fresta endalaust fyrirtökum um lánveitingar, fyrr en Íslensk stjórnvöld hefðu fallist á allar kröfur Breta og Hollendinga um fullar endurgreiðslur ICESAVE innistæðnanna, auk vaxta. Þetta kom oft fram, þó svo að sjóðurinn sjálfur ætti mjög erfitt með að viðurkenna þetta opinberlega.

Það var svo ekki fyrr en stórveldi eins og Kína og Indland sem sáu hvernig lítilli þjóð var haldið í gíslingu að þessi stóru og öflugu ríki tóku okkar málsstað og þegar öflugur stuðningur þeirra innan sjóðsins var fenginn fyrir því að hætta þessum ólögmætu þvingunaraðgerðum gegn þessari litlu þjóð, að stíflan brast og Stjórn sjóðsins gat ekki haldist uppi að beita þessum ólöglegu fantabrögðum.  

Fyrir þetta ber að sjálfssögðu líka að þakka.

Tekið skal fram að Færeyingar og Pólverjar höfðu boðið fram lánveitingar strax í upphafi og þau voru höfðingleg og algerlega án þessara eða annarra íþyngjandi eða ósanngjrnra skuldbindinga, það ber að þakka líka alveg sérstaklega. 

Ég veit að Ólafur Ragnar hefur líka marg oft rætt stöðu mannréttindamála við Kínverska ráðamenn og vonandi áorkað einhverju í þeim efnum 

 


mbl.is Efli samvinnu Íslands og Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband