Laugardagur, 3. september 2011
Eina sem var rangt, var það að það skyldu ekki fleiri hafa verið dregnir fyrir Dóminn !
Það er jú að vísu svolítið sárt að sjá Geir Haarde einan þarna.
Því að það var ekki pólitík að koma honum fyrir dóminn.
Það lyktaði hinnsvegar illa af flokkspólitík þegar komið var í veg fyrir að þau hin þ.e. Ingibjörg Sólrún, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Matthiesen skyldu ekki líka dreginn fyrir dóminn ásamt Geir og alla vegana látin svara til saka fyrir sinnuleysi sitt og vanrækslu.
Það hefði alla vegana getað skýrt stöðuna betur hvort sem að sakir þeirra væru taldar það miklar að þau skyldu sæta refsingu eða verða sýknuð.
Það er svo annað mál.
Mér finnst ekki réttlátt hjá stuðningsmönnum Geirs að reyna að gera hann að einhverjum pólitískum píslarvætti vegna þessa hörmulega Hrun-máls, sem varð jú á vaktinni hans.
Vonandi fær Geir sanngjörn og heiðarleg réttarhöld.
Alþingi tók ekki viturlega ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það átti annaðhvort að kæra alla eða engan. Samfylkingin þurfa að svara fyrir þetta. Þá er ég að meina einstakir þingmenn. Tekið úr frétt á eyjunni.
"
Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra. Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.
Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir."
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 16:02
Þetta er góður sleggjugrautur takk fyrir mig.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.9.2011 kl. 18:17
Þetta er sóðalegasta mál sem sest hefur á Alþingi- hengja bakara fyrir smið-- bara EINHVERN SÖKUDÓLG !!! ÓGEÐ !
Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.