Guðmundur Steingrímsson; Pabbastrákur með silfurskeið í munni, en samt illilega vegvilltur af Íslenska ESB trúboðinu !

Guðmundur Steingrímsson er sannarlega eindreginn Samfylkingarmaður, þó ekki alveg dæmigerður því að hann er heiðarlegri og ekki jafn tækifærissinnaður og óforskammaður eins og flestir þeir sem þar hafa valist til forystu, samanber tækifærisssinnan, lýðskrumarann og ESB aftaníossan "numeri uno"  Senior Don, Árna Pál Árnason

Eftir að Guðmundur hafði setið sem varaþingmaður SF þar síðasta kjörtímabil kúventi hann síðan mjög óvænt og gekk í Framsókn forfeðra sinna, nokkru fyrir síðustu kosningar.

Sennilega til þess að geta sagst vera kominn heim.

Þannig gat mikilsmetinn faðir hans Steingrímur Hermannson heitinn háaldraður f.v. Forsætisráðherra skilið við þessa jarðvist með sannkölluðum framsóknarsóma !

Ættarlaukurinn og týndi sonurinn, var loksins kominn heim.

Þetta var í raun virkilega fallega gert hjá Guðmundi.

En hvað gerir ekki Guðmundur nú að föður sínum gengnum, hann helst ekki lengi við í heimdraga Framsóknar og sannkölluðu virki forfeðra sinna einmitt þegar að flokkurinn er æ meir að leita uppruna síns og finna sína týndu fjöl aftur og líkjast nú æ meir þeim frjálslynda og þjóðrækna Framsóknarflokki sem faðir hans og afi mótuðu og stýrðu farsællega um margra áratuga skeið, en Halldór Ásgrímsson tréhestur eyðilagði gjörsamlega og glataði og týndi.

Faðir Guðmundar, Steingrímur heitinn var alla tíð eindreginn andstæðingur ESB aðildar, sannur náttúruverndarsinni, þjóðrækinn og jafnframt frjálslyndur þjóðfrelsissinni, sem ann landi sínu og þjóð og var vegna þess vinsæll og virrtur langt út fyrir flokksraðir Framsóknar.

Guðmundur Steingrímsson er líka mikill ágætis maður að upplagi eins og hann á kyn til, en hann er því miður afvegaleiddur af sínum sérviskulegu Samfylkingarvinum og svolítill pabbastrákur með sína silfurskeið og getur því því aldrei orðið sá sterki alþýðu leiðtogi sem forfeður hans voru.

Ég held að úrsögn hans og örfárra annrarra minni spámanna úr flokknum hafi lítil sem enginn áhrif á Framsókn og fylgi þeirra.

Flokkurinn verður ótvíræðari og jafnvel mun vænlegri kostur fyrir marga kjósendur.

Ég spái hiklaust að Framsókn styrki verulega stöðu sína, þrátt fyrir úrsögn Guðmundar og einhverra annarra þessara minni spámanna úr þeirra röðum, sem reyna nú að láta dauft ljós sitt skína.

Búast má við að margir þeir sem eru óánægðir með ESB heittrúarstefnu Samfylkingarinnar muni nú snúa sér til Framsóknar.

En eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum að undanförnu eru þeir allt að 40% af fylgi Samfylkingarinnar sem ekki styðja ekki þessa ESB aftaníossa stefnu flokksforystunnar.

Þó ég deili alls ekki ESB- sinnaðri skoðun minni með Guðmundi Steingrímssyni þá óska ég honum samt alls hinns besta í framtíðinni.

Það er og verður sem betur fer alltaf pláss fyrir, heiðarlegt, gott og velviljað fólk eins og Guðmund í okkar landi, þó svo þeir vaði villur síns vegar nú um stundir.

Hvaða stjórnmálaskoðanir sem að það annars aðhyllist hverju sinni og Guðmundur er þrátt fyrir allt sannarlega heiðarlegur og verðugur andstæðingur sem ég virði og óska velfarnaðar !


mbl.is Ekki skilyrðislaus stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 65356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband