ESB- umsóknin er andvana. Umsókn um aðild að Bandalagi sem er í öndunarvél. Leggjum þetta umsóknarferli til hliðar í bili, Nóg komið af klofningi og deilum út af þessu máli.

Það er komið meira en nóg og þetta mál er ekkert á leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu strax eins og Sigmundur Davíð segir.

Þessum viðræðum eða réttara sagt aðlögunarferli er algerlega stjórnað af ESB.

Íslenska sendinefndin ræður engu um það hvað þessar viðræður snúast, eða í hvaða röð málin eru rædd eða á hvað hraða þetta er unnið.

Þannig má líkja Össuri og samninganefndinni við hóp smalahunda sem eru í bandi ESB Samninganefndarinnar, sem teymir þá hingað og þangað og sigar þeim svo á einstaka menn og eða samtök sem þeim eru ekki að skapi.

Íslenska þjóðin mun ekki fá að sjá neinn samning fyrr en eftir nokkur ár og eða fyrr en ESB telur einhverja möguleika eða glóru í því að þetta verði kannski samþykkt.

Þangað til munu þeir þæfa og þvæla málin endalaust, þannig að þetta mál mun enga lýðræðislega niðurstöðu fá hvorki nú né í nánustu framtíð. 

Setjum þessa ESB umsókn á ís í bili alla vegana og ákveðum síðan að kosið verði almennum lýðræðislegum kosningum eftir 2 ár eða svo, hvort að taka eigi upp aðildarviðræður að nýju, þar sem frá var horfið.

Slíkt væri að vitlegast og yrði sáttahönd sem myndi strax slá á sundurlyndisfjandann af því að þannig næðist eitthvert samkomulag við meirihluta þjóðarinnar sem undanfarin 2 ár hefur verið algerlega andsnúinn ESB aðild.

Þessi vinna sem unninn hefur verið hingað til myndi alls ekkert glatast ef þjóðin vill þá taka upp þráðinn að nýju. 

Eins og Sigmundur Davíð segir, þeir sem halda því fram að ESB og EVRAN muni eingöngu styrkjast við þessar efnahagslegu hamfarir ættu ekki að vera hræddir við að gera þetta með þessum hætti.

En ég efast um að Samfylkingin taki vel í þessa sáttatillögu Sigmundar Davíðs.

Því að hingað til hafa þeir keyrt þetta áfram í ríkisstjórninni, gagnvart samstarfsflokknum og gagnvart þjóðinni með hroka og yfirgangi, þ.e. "vér einir vitum og vér einir ráðum þessu" 

Nú er líka svo illa komið að því sem lofað var í upphafi, þ.e. að allar viðræðurnar yrðu opnar og gegnsæjar hefur verið gróflega svikið.

Nú fer þetta allt fram í pukri og leynd og þjóðin eða þingið fær ekki einu sinni að vita hver hvernig samningamálin ganga eða hver samningsmarkmið þjóðarinnar eru og ekki virðist vera unnið eftir þeim ramma sem Alþingi setti umræðunum í upphafi.

 

 

 


mbl.is Vill ESB-umsóknina á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki fín sátt að fá samning og kjósa um samninginn.

við hvað eru menn hræddir?

Sleggjan og Hvellurinn, 18.8.2011 kl. 19:42

2 identicon

@ Sleggjan / Hvellurinn / Co !

Samkvæmt Össuri og Co þegar umsóknin um ESB aðild var illu heilli send inn, átti þetta aðeins að vera mjög einfaldur og fljótlegur samningur sem tæki taka í mesta lagi 1 til 2 ár og við komin með Evru og allt saman eftir í mesta lagi 3 ár blússani hraðferð.

Það var allt lygi og blekkingar því eins og ég segi hér í greininni þá stjórnar ESB apparatið þessum umræðum frá A til Ö og við ráðum engu um framhaldið og alveg sama þó þessu heimskulega ferli verði haldið áfram þá mun ESB aldrei ganga frá samningnum eða leyfa honum að fara í þjóðaratkvæði fyrr en þeim þóknastog þeim lýst á stöðuna sem er og verður þeim ekki í hag, þó þeir eyði hér hundruðum milljóna í skefjalausan áróður og blekkingar.

Lýðræðishjal ykkar ESB aftaníossa er því hjómið og falsið eitt, en þar helgar þó óheiðarlegur tilgangurinn ESB meðalið með eiturbikar ESB Gímaldsins á vörunum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband