Mánudagur, 8. ágúst 2011
Össur er fársjúkur af ESB/EVRU veirunni - Þessi trúarbrögð minna á gömlu Stalínistana, sem enn trúa á mátt kommunismans , meira að segja löngu eftir að hann er fallinn !
Hvað getur þessi ESB veiki Össurar náð langt ? ? ?
Ætli þetta sé algerlega ólæknandi og að hann eigi eftir að fara með þessa ESB trúgirni sína út fyrir gröf og dauða, eins og varð aumkunnarvert hlutskipti sumra gömlu Stalínistana.
Gordon Brown flokksbróðir Össurar, fyrrverandi formaður Bresku Samfylkingarinnar, sagði ESB og þeim kújónum öllum heldur betur til syndanna í gær.
Í lok ræðu sinnar sagði hann orðrétt:
"Að jafnvel ennþá núna í dag eftir allt sem gerst hefði á síðustu mánuðum og dögum, ættu leiðtogar ESB enn erfitt með að skilja hvernig að efnahagsstefna Evru-svæðisins kæmi í veg fyrir hagvöxt, yki atvinnuleysisvandann og hindraði bata og skildi Evrópu eftir illa undirbúna undir alþjóðlega samkeppni"
Össur mætti taka þessar skoðanir þessa þekkta Breska flokksbróður síns til skoðunar, þó ekki væri meira.
Nei Össur er algerlega blindaður af ESB trúnni og hann, Jóhanna og Árni Páll eru eins og aparnir þrír á frægri ljósmynd.
Þar sem einn hélt fyrir augun af því að hann vildi ekki sjá, annar hélt fyrir eyrun af því að hann vildi ekki heyra og sá þriðji hélt fyrir munninn af því að hann vildi ekki tala um vandamálið.
Af hvaða apaplánetu skildi þetta fólk eiginlega koma ?
Telur að evran eigi eftir að verða sterkari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þá á hreinu, það er skýrt merki um heilabilun að vera ósammála Gunnlaugi I.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2011 kl. 14:35
Össur Skarphéðinsson er búinn að vera sjúkur af Evrópuveiki lengi, og hún er ólæknanleg....
Vilhjálmur Stefánsson, 8.8.2011 kl. 14:38
@ Axel Jóhann !
Ég tók nú svona til orða en átti ekki við það í bókstaflegri merkingu.
En þessi ESB þrákelkni líkist æ meir trúarbrögðum og alveg sama hvað gengur á þá herðast þeir bara í trúnni.
Þess vegna líkti ég þessu líka við Stalínisma því alveg sama hvað Stalín gerði þá forhertust bara gömlu Stalínistarnir í trú sinni á leiðtogann og hin miklu Sovétríki.
Ég þekki fullt af fólki á öndverðri skoðun við mig og engan þeirra tel ég í rauninni heilabilaðan !
Ég biðst hinns vegar afsökunar á því að hafa notað þetta orð því að það gæti sært þá sem raunverulega eru það og aðstandendur þeirra. :annig vil ég þakka þér fyrir ábendinguna Axel Jóhann.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 14:51
@ Axel Jóhann.
Með tilliti til comments þíns hér að ofan og í framhaldi af afsökun minni og eftirsjá yfir að hafa notað orðið "heilabilun" sem er auðvitað mjög alvarlegur sjúkdómur og ekki rétt að nota slíka sjúkdóma í pólitískum þjóðmáladeilum.
Þá hef ég nú breytt ofangreindu bloggi mínu og tek út orðið "heilabilun" en set í staðinn "ESB-veiki" á fyrri staðinn og orðið "trúgirni" á seinni staðinn.
Vona ég að það særi engan og bið hlutaðeigandi enn og aftur afsökunar á þessu ósmekklega orðavali mínu, auk þess sem að ég vil þakka Axeli Jóhanni enn og aftur á ábendinguna. Hún átti fullan rétt á sér.
Gunnlaugur I., 8.8.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.