Mikill meirihluti Norskra kjósenda eru algerlega andvígir ESB aðild - Líka meirihluti kjósenda Verkamannaflokksins !

Aðeins sáralítill hluti Norsku þjóðarinnar styður ESB- aðild og mikill og afdráttarlaus meirihluti stuðningsmanna allra Norsku stjórnmálaflokkana eru algerlega andvígur ESB- aðild Noregs.

Aðeins rúmelga 10% kjósenda eru hlutlausir eða taka ekki afstöðu og aðeins 18,2 segjast hlynntir ESB aðild.

Það þýðir að aðeins sáralítill minnihluti Norsku þjóðarinnar eru hlynntir ESB aðild, en mikill og vaxandi meirihluti þjóðarinnar er í andstöðu við ESB aðild þó svo að ekkert sé búið alla vegana ekki nýlega að kíkja í neinn "ESB pakka" hjá þeim og hvað hann hefði kannski mögulega að geyma !

 

Mikill meirihluti Norðnmanna telur sig ekkert þurfa að kíkja í þennan gamla myglaða Epalakassa sem heitir ESB aðild.

Þeir hafa hvort eð er tvisvar sinnum kíkt í ESB Eplakassann og niðurstaðan í bæði skiptin hefur verið afdráttarlaus höfnun á ESB stjórnsýslu helsinu !

Nákvæmlega sama sinnis eða jafnvel enn afdráttarlausari en nokkru sinni fyrr er nú mikill meirihluti Norskra kjósenda.

Ef þessum 10,2% sem ekki taka afstöðu eða eru hlutlausir er sleppt eins og auðvitað væri gert í almennum kosningum við þá sem ekki mæta á kjörstað eða skila auðu þá væru hátt í 80% Norðmanna andvígir ESB aðild og þó er enginn samningur við þá á döfinni og ekkert verið af þeirra hálfu verið kíkt í pakkann eða einu sinni reynt að kíkja í þennan svokallaða ESB pakka þeirra í u.þ.b. 20 ár eða svo.

Þetta eru reyndar alls ekki  ósvipaðar niðurstöður og birst hafa hér í skoðanakönnunum, sem ESB trúboðið vill þó alls ekki taka neitt mark á, af því að þeir segja að enginn geti tekið raunverulega afstöðu fyrr en þeir viti nákvæmlega hvað er í ESB pakkanum.

En afhverju er ESB andstaða Norðmanna þá svona yfirgnæfandi og afdráttarlaus ?

Þessu þrjóskulega og lymskulega sjónarmiði ESB sinna eru greinilega bæði Norskir og Íslenskir kjósendur algerlega ósammála.

Því þeir telja sig vel vita og þora báðir að taka mjög afdráttarlausa og afgerandi afstöðu gegn ESB apparatinu !

Þeir hafa séð alveg nóg og það í beinni útsendingu frá ESB/EVRU hörmungunum !

Það er því algerlega rangt að íslenskir kjósendur frekar en Norskir geti ekki tekið upplýsta og sjálfsstæða ákvörðun fyrr en þeir viti nákvæmlega hvurslags skilmála og skilyrði ESB stjórnsýsluapparatið setur landi okkar og þjóð !

Ítrekuð döpur reynsla Norðmanna af þessum ESB málum er að mörgu leyti okkur til eftirbreytni, við getum víst margt af þeim lært í þessu !

Þeir sem til þekkja í raun vita mjög vel að það verður hvort eð er aldrei annað í ESB pakknum annað en að ganga 100% að þeirra skilyrtu skimálum í formi þeirra tilskipana eins og Mastricht- og Lissabon sáttmálarnir eru á meðan Evru svæðið og stór hluti Evru landana logar stafnana á milli í sinni skelfilegu fjárhagslegu- Evru- og Efnahagskrýsu ! 

 

Skilur einhver hvað er verið að gera með þessari kostnaðarsömu ESB umsókn í mikilli andstöðu við mikinn meirihluta Íslensku þjóðarinnar ! 


mbl.is Breivik hefur áhrif á skoðanir á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband