Unga fólkið á Spáni er ekki hrifið af ESB- bákninu og ráða- og máttleysi eigin stjórnmálamanna gagnvart ESB valdinu og hroðalegu ástandinu á Spáni !

Nei unga fólkið hér á Spáni er ævareitt það er nú að sjá það að það hefur lítið sem enginn áhrif á framtíð sína.  

Auk þess sem framtíðin með atvinnuleysi ungs fóks sem er hátt í 50% getur ekki verið björt.

Hinir svokölluðu kjörnu fulltrúar lýðræðisins segjast oftar en ekki lítið geta gert í ástandinu þetta sé allt samkvæmt fyrirmælum frá Brussel og embættisaðallinn sem lifir og hrærist við að fylgja eftir tilskipununum og regluverkinu hér eftir gefur ekkert eftir við að fara eftir smæstu reglugerðum í yfir 90.000 blaðsíðna regluverki Sambandsins, það dregur frekar þrótt úr atvinnulífinu en hitt.

Gott hjá þessum hugrökku ungmennum að beina nú mótmælunum beint til sjálfrar valdaelítunnar til höfuðstöðvanna sjálfra í Brussel.

Ég spái að áður en gangan kemst á leiðarenda verði þar tugir þúsunda mótmælenda.

Það verður aldeilis svipur á þeim Elítu kumpánum, þeim Von Roumpey forseta ESB og Barrosso framkvæmdastjóra Leiðtogaráðsins þegar mótmælenda hersingin mætir til sjálfra höfuðstöðva þessa sjálfsskipaða Miðstýrða Stórveldis !

Skyldu nýskipaðar Leyni- og öryggissveitir ESB- Elítunnar ráða við þetta ?

Verða mótmælendur barðir til óbóta eins og spænska lögreglan gerði bæði í Madrid og Barcelona ?

Eða mun Commisararáðið kannski gefa út eina alls herjar tilskipun um að banna þessi mótmæli með öllu ! 

Þessir menn hafa aldrei verið kosnir lýðræðislega til að ráða örlögum fólksins í Evrópu, þess vegna má nú búast við að þeir verði nú svolítið hræddir um völd sín, þegar almenningur ætlar allt í einu að fara að skipta sér af þessum háu herrum og misvitrum ráðstöfunum þeirra og óráðum ! 


mbl.is Ætla fótgangandi til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Geta Jóhanna og Össur og allt heila landsöluliðíð ekki bara farið fótgangandi til Brussel líka?  Hvað finnst þér um það, Gunnlaugur?  Þau gætu tekið kúta með. 

Elle_, 26.7.2011 kl. 21:46

2 identicon

Takk fyrir athugasemdina Elle.

En áttaðu þig á því að bæði þau skötuhjú Össur og Jóhanna eru margsinnis búin að fara til Brussel með bænaskjalið og landsölupappírana, grátbiðjandi, en þau hafa samt aldrei farið þangað fótgangandi og munu aldrei hvorki geta né vilja.

Þau hafa hinns vegar margsinnis og alltaf flogið þangað uppdubbuð á SAGA CLASS og beint inn í Limmurnar sem hafa komið þeim rakleiðis á dýrustu hótel ESB Elítunnar í Brussel allt á kostnað þjóðarinnar.

Þó Össur hafi sjálfsagt á unga aldri einhverntíman gengið hálfa Keflavíkurgöngu eða svo. Þá gengur hann nú aldrei lengra en nokkra metra í einu.

Hugsjónir hans eru nú reyndar löngu glataðar og týndar og nú algerlega bundnar við það eitt að troða þjóðinni inn í þetta handónýta stjórnsýsluapparat ESBl, til þess að hann og kratagengið hans geti fengið þar þægilega og vel launaða innivinnu í boði ESB Elítunnar.

Það mun samt aldrei verða !

Þegar þjóðin á endanum loksins fær tækifæri til að hafna ESB algerlega þá munu þau, skessurnar Össur og Jóhanna daga uppi sem nátttröll í íslenskri þjóðmálaumræðu líkt og vondu tröllskessurnar í ævintýrunum forðum !

Þeim sjálfum til forsmánar og ævarandi skammar, en víti til varnaðar um ókomnar aldir til verndar frelsi og sjálfsstæði þjóðarinnar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 22:27

3 Smámynd: Elle_

Nei, það mun aldrei verða að þau svíki okkur þangað inn, Gunnlaugur.   Ætli það verði ekki skrifaðar fullt af Grýlubókum og skessu- og tröllabókum um þau?  Æ-i, ég vildi samt að þau færu í l-ö-n-g-u gönguna on´í hafið, fyrirgefið - yfir hafið - - -

Elle_, 26.7.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband