Ég styð Spænska mótmælendur - Vonleysið og ráðleysið er algert í viðvarandi 21% atvinnuleysi, sem er hátt í 50% hjá ungu fólki ! !

Íslendingar kvarta hástöfum með samt sem áður atvinnuleysi sem nær varla 1/3 af viðvarandi atvinnuleysi Spánar.

Sem samt hefur miklu strangari og þrengri atvinnuleysislöggjöf. Ég bý hér á Spáni og sé volæðið eigin augum á hverjum degi í ESB/EVRU landinu Spáni. ESB eða EVRAN er akkúrat ekkert að hjálpa Spáni nema síður sé.

Spánverjar eru í efnahagslegri gildru Evrunnar og algers ráðaleysis ESB Elítunnar.

Betl, vændi og sára fátækt má sjá hér daglega á götum úti.

Glæpir og volæði eru hér daglegt brauð alþýðunnar og er mjög sorglegt og sýnilegt.  

Spænsk stjórnvöld ráða ekkert við ástandið og þeirra helsta vörn er endurtekið lögregluofbeldi á mótmælendur ! Mjög sorglegt.

Svo er land okkar og þjóð að sækja um aðild að þessu misheppnaða Ríkjasambandi og þar með miðstýrðu skuldafangelsi sem heitir ESB ?

Hvers vegna í veröldinni og það gegn stærstum hluta þjóðarinnar !


mbl.is Fótgangandi til Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnlaugur, jafnan !

Já; það er annað uppi á teningi hjá Spánverskum, eftir hið ágæta valda skeið Francós Ríkismarskálks, Gunnlaugur.

Með því; að veðja á liðleskjuna, Jóhann Karl I., gerfi- Konung Spánar, misreiknaði gamli maðurinn (Francó) sig hrapallega, á sinni tíð.

Herinn; hefði átt að halda um valdatauma, að Francó, gengnum. 

Því; m.a., er komið fyrir Spáni - sem komið er, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 22:22

2 identicon

Sæll Óskar Helgi.

Nei nú get ég ekki verið sammála þér. Það var mikið framfaraspor og sigur lýðræðisins að þjóðin skyldi loks losna við einræðisherrann og Fasistan Franco.

Þó svo að lýðræðið geti stundum reynst erfitt og stjórnmálamenn misjafnir og margir liðleskjur, þá höfum við samt ekkert skárra stjórnarform í heimi hér en lýðræðið og aðhald fólksins með valdhöfunum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband