Þetta er hryllilegt - en þarf að skoða alvarlega - HEILAR 90 MÍNÚTUR og lögreglan á puttanum bæði á landi og sjó !

Um leið og maður er algerlega harmi sleginn yfir þessu hryllilega geðveikislega voðaverki í Noregi sem virðist hafa verið skipulagt í þaula af einum mjög illa höldnum og geðveikum einstaklingi þá vakna samt margar ásæknar spurningar.

Fyrst vil ég þó byrja á að votta Norsku þjóðinni allri sönnum frændum okkar og vinum mína dýpstu samúð, sérstaklega þeim fjölskyldum og vinum fórnarlambana sem nú eiga um sárt að binda !

En þegar bráir af þá hljóta ýmsar sprurningar að vakna ?

Eins og hvernig gat það gerst að þessi geðveiki og byssuóði brjálæðingur og fjöldamorðingi hafði allan þann tíma sem hann fékk eða alls ca 90 mínútur til þess að labba í róleg heitum um þennan smá hólma og myrða skipulega í rólegheitunum og salla niður með köldu blóði hátt í 100 ungmenni án þess að lögreglan eða herinn væri sendur á vetvang.

Sannað er að flest ungmennanna ca 500 sem þarna voru stödd voru öll meira og minna með GSM síma á sér og fjölda mörg þeirra létu vini og ættingja og líka lögregluna og neyðarlínuna Norsku vita hvað væri þarna að gerast strax á fyrstu 5 mínútunum sem ódæðið byrjaði !

Hvers vegna var ekki vopnuð sérsveit lögreglunnar eða Norska hersins send með þyrlu samstundis á vetvang til eyjarinnar til þess að stöðva þennan voðalega harmleik ?

Kannski hefði mátt stöðva þetta strax á fyrsta korterinu og bjarga þar með jafnvel tugum mannslífa ? Eyjan litla fagra, Útey sem breyttist á svipstundu í "helvíti á jörð" í eina og hálfa klukkustund er í mesta lagi í aðeins 7 mínútna beinu þyrluflugi frá Osló !

Ég held að fara þurfi í gegnum þetta og eflaust þurfa einhverjir embættismenn og yfirmenn hers og lögreglu að sæta ábyrgð vegna þessara hryllilegu mistaka.

Engu er líkara en að lögreglan hafi farið á puttanum bæði á landi og sjó til þess að reyna að stöðva morðin og því hafi þetta að þeirra sögn tekið svona langan tíma.

Slíkar afsakanir eins og hafa heyrst því miður, eru ekki boðlegar og fyrir neðan allar hellur ! En þetta er auðvitað ekki aðal málið núna, en verður að skoðast alvarlega þegar frá líður.

" Tankerne gaar til alle paarörende og omkomne " Tragisk !


mbl.is Alvara og áfall í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband