Þriðjudagur, 14. júní 2011
ESB og EVRU landið Grikkland gjaldrota. Nouriel Roubini spáir nú óhjákvæmilegu falli Evrusvæisins í Financial Times.
Nú skrapar ESB og EVRU landið Grikkland botninn, nú er skultadryggingarálag Gríska Ríkissjóðsins fallið niður í CCC og er orðið langt undir svokölluðum ruslflokki.
ESB og EVRU ríkið Grikkland hefur nú slegið nýtt heimsmet á botninum og fátæku þróunarríkin, Pakistan, Equdor og Jamaíka sem áður vermdu botn sætin eru nú kominn upp fyrir Grikkland.
Alþjóðlega skuldatryggingarálagið fyrir Grikkland er líka vel yfir 1200 punktum.
ESB og EVRU landið Grikkland er nú alþjóðlega metið mörgum sinnum gjaldþrota og algerlega ógjaldfært.
Hinn heimsfrægi Bandaríski hagfræðiprófessor Nouriel Roubini spáir nú óhjákvæmilegu hruni Evru svæðisins í grein sinni í Financial Times.
Þetta sem að sögn ESB trúboðsins á Íslandi átti aldrei að geta skeð undir verndarvæng ESB apparatsins og hvað þá ef þjóðir væru í Evrusamstarfinu með EVRU sem gjaldmiðil líka.
En samt hefur þetta sem einmitt aldrei átti að geta skeð einmitt gerst og jafnvel með enn meiri hörmungum en nokkurn gat órað fyrir.
En ekki bara í Grikklandi heldur nú líka í Írlandi og nú síðast í Portúgal.
Í biðsal Evru dauðans og þeirra hörmunga bíða nú líka Spánn og Ítalía og jafnvel enn fleiri ríki.
Svo til að segja eitthvað þá segja ESB sinnarnir í íslenska ESB trúboðinu sem afhjúpaðir hafa verið með þessa lygaþvælu sína, að það sé nú einmitt að koma í ljós hvað mikið öryggi sé í ESB og Evrunni þegar svona hlutir sem aldrei áttu að ske gerast einhvernveginn samt alveg óvart að þeirra mati.
Því að þá komi hin allt um vefjandi ESB Elíta með svokallaða "Björgunarpakka" og björgunarlið á vettvang ! En það er nú síður en svo að þessir svokölluðu "björgunarpakkar" í boði ESB Elítunnar, ECB banka Evrópusambandsins og AGS klíkunnar séu að bjarga einhverju hjá þessum vesalings þjóðum eða almenningi þeirra .
Aldeilis ekki, þvert á móti þá eru þeir einmitt að kirkja þær og leggja skuldaklafa á okurvöxtum á almenning og alþýðu þessara landa í nokkrar kynslóðir.
Það á samkvæmt valdboði ESB Elítunnar að færa lífskjör almennings þessara landssvæða aftur um áratugi !
Og til hvers ?
Jú til þess eins að bjarga sjálfri Evrunni frá alþjóðlegu hruni, ECB banka Evrópusambandsins frá gjaldþroti og helstu einka-braskbönkum stór Evru svæðisins frá því að tapa einum einasta Evru-eyri á græðgi sinni og glannaskap vegna vandræða brask bankakerfis þessara þjóðríkja, sem þessir sömu aðilar komu þeim í !
Sérhver er nú björgunin eða öryggið, eða hitt þó heldur. Þessi ósvífni og yfirgangur er helstefna ESB Elítunnar í raun og unnin í nánu samstarfi við glæpa braskbankana og AGS Klíkuna !
Við skulum aldrei lúta forræði eða valdboði þessa ESB hyskis !
Spáir grísku þjóðargjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Geisp.
Þú ert einn af þeim sem myndi saka konuna þína um þitt eigið framhjáhald.
Vandamál þessara ríkja hafa ekkert með ESB né evruna að gera. Þetta eru efnahagsrónar líkt og við Íslendingar, sem misnotuðu hið nýfengna frelsi og traust til að stela frá eigin samborgurum. Eitthvað sem við ættum að kannast við hér á Íslandi.
Evran og ESB eru í ágætis málum miðað við t.d. Bandaríkin sjálf (sem þessi Roubini væri nær að fjalla frekar um) þar sem vöruskiptajöfnuðurinn er í sögulegu hámarki og dollarinn sögulega veikur. Þar er hrun handan við hornið.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 09:52
@ Jón Sigurðsson.
Þú ættir ekki að gera lítið úr hagfræðiprófessornum Nouriel Roubini hefur getið sér heims viðurkenningar fyrir kenningar sínar og það að hann spáði mjög ákvweðið og réttilega fyrir um al heims kreppuna sem hófst haustið 2008.
Hann talar ekkert um að þessi fyrrnefndu ESB/EVRU ríki séu "efnahagsrónar" eins og þú í vandræðaum þínum kýst að gera.
Þvert á móti heldur hann því fram að Evran standist ekki og geti ekki verið einsleit mynt á öllu ESB/EVRU svæðinu. Auk þess sem hún skemmi stórlega fyrir hagkerfum og efnahag þeirra sem séu öðruvísi uppbyggð heldur en það Þýska og nærríki þess.
Kynntu þér málin betur áður en þú fellir sleggjudóma þína um heimsþekkta hagfræðinga.
Auk þess sagði ESB trúboðið íslenska hér strax eftir hrunið að þetta myndi aldrei hafa getað hafa gerst hér á Íslandi ef við bara hefðum verið í ESB og með EVRU.
Vegna þess að hið fullkomna eftirlits- og regluverk ESB apparatsins hefði aldrei leyft þessu að gerast og ESB/EVRU öryggisnetið væri svo fullkomið !
Sú haugalygi hefur nú öll verið afhjúpuð sem einhverjar mestu lygar Íslandssögunnar og þú getur "GEISPAÐ" yfir því eins og þú villt.
Ég hugsa að best væri að ESB trúboðið á Íslandi sofnaði bara og lognaðist endanlega útaf eins og nú er að gerast með Norsku ESB aftaníossa samtökin sem nú eru að deyja drottni sínum eftir 40 ára vonlausa og gjörtapaða baráttu fyrir ESB aðild Noregs.
Staðreindirnar um handónýtt stjórn- og peningakerfi ESB/EVRU ríkjanna talar sínu máli!
Gunnlaugur I., 14.6.2011 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.