Peter Handke frá Austurríki fær nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Pólitíski rétttrúnaðurinn ærist af vandlætingu.

220px-Halldór_Kiljan_Laxness_1955Austurríski skáldsagnahöfundurinn og leikritaskáldið Peter Handke fær bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2019.1163726 Því ber að fagna sérstaklega og ekki síður en að Halldór Kiljan Laxness hlaut óvænt þessi sömu verðlaun árið 1955. Það má segja Sænsku vísinda-akademíunni sem úthlutar þessari æðstu viðurkenningu heimsins á sviði bókmennta það til hróss að það þurfti mikinn kjark til að útnefna báða þessa snillinga til þessara verðlauna.

Báðir voru þeir þessir höfundar ekki inn undir hjá handhöfum meginstraums elítunnar þó á sitt hvorum tíma væri. 

Það er mikið fagnaðarefni að Sænska vísinda akademían skuli nú eins og 1955 hafa þorað að stíga út fyrir þröngan og sjálfsupphafinn ramma hinns hrokafulla pólitíska rétttrúnaðar. 

Það sem Peter Handke helst til vann til þess að verða útskúfaður og jaðarsettur og fasista stimplaður af handhöfum hinns pólitíska rétttrúnaðar var að hann vogaði sér að efast mjög um ofbeldið sem NATO og vesturlönd beittu Serba fyrir það eitt að vilja verja sín landamæri og vilja ekki leyfa uppreisnar- og hryðjuverka liðum múslima í Kosovo héraði að komast upp með skefjalaust ofbeldi og að sundra Serbnesku þjóðinni.

NATO og vesturlönd hófu í framhaldinu grimmilegar loftárásir á Belgrad höfuðborg Serbíu til þess að knýja það fram að rikisstjórn Serbíu gæfist upp og Kosovo þetta litla hérað í Serbíu yrði tekið burt frá Serbíu og fært múslimsku uppreisnar- og hryðjuverkasamtökunum sem byrjuðu ófriðinn og stríðið.

Sæuð þið nú NATO og Evrópusambandið sameinast um að einangra og jaðarsetja Spænsk stjórnvöld og hefja í næstu viku grimmilegar loftárásir á Madrid höfuðborg Spánar fyrir að hafa handtekið og dæmt forystumenn Katalóníu manna í meira en 100 ára fangelsi og beitt almenna Katalóníumenn sem mótmæla þessum fasísku fantatökum og hinu grófasta ofbeldi.

Íslenska ríkisstjórnin þegir líka núna, enda ekki enn fengið neina fyrirskipun frá Brüssel !

Peter Handke þorði að standa upp og andæfa þessu ofbeldi, yfirgangi og hroka !

Gott að það eru enn til alvöru menn sem þora að sigla móti straumnum eins og nóbelsverðlauna hafarnir Halldór Laxness og Peter Handke.


mbl.is Tokarczuk og Handke hlutu nóbelsverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2019

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 65446

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband