Miklu meira en milljarður mun fara í þessa botnlausu hælisleitenda vitleysu. Dulinn og falinn kostnaður hleypur á milljörðum.

 

Stórhækkun á kostnaði vegna hælisleitenda kemur ekki á óvart. Allt útlit er fyrir að þeir fari yfir 1000 á þessu ári og er þá um ríflega þreföldun að ræða frá fyrra ári. Stjórnvöld fara nú fram á mikla hækkun á fjárlögum og samkvæmt þeim verður talan einn milljarður á næsta ári. Engar sundurliðanir eða nánari skýringar eru á þessum auknu fjárútlátum, en reikna má með að útgjöld vegna þessa málaflokks séu stórlega vanáætluð og raun kostnaður sé miklu hærri. Samkvæmt nýju innflytjenda lögunum má gera ráð fyrir að fjöldi hælisleitenda til Íslands margfaldist á næstu árum. Samkvæmt nýju lögunum eru svokölluð réttindi hælisleitenda stóraukin, en lítið fer fyrir skyldum hælisleitenda gagnvart samfélaginu og þjóðinni. Þannig eru hælisleitendum nú tryggð gjaldfrjals læknis- og heilsugæsluþjónusta, frí tannlækna og sálfræðiþjónusta, frí túlka- og félagsþjónusta og svo frítt húsnæði, rafmagn og hiti. Að endingu er þeim svo tryggður mánaðarlegur framfærslueyrir sem er um 220 þúsund a mánuði. Ekkert kemur fram í fjárlögunum hvort útgjöld vegna alls þessa eru talin með í milljarðinum, en það er vafalaust ekki. En þessar tölur þarf allar upp a borðið strax !


mbl.is Rúmur milljarður vegna hælisleitenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk RÚV telur sig ósnertanlegt, á sama tíma og þeir þverbrjóta aftur og aftur allar reglur RÚV um hlutleysi.

Það vantar ekki hrokann og yfirlætið á pólitísku rétttrúnaðar elítuna sem telur sig eiga RÚV. Ef þeir verða fyrir gagnrýni þá hóta þeir öllu illu. Ætli lögreglunni og ríkissaksoknara verði sigað að á Vigdísi fyrir að dirfast að gagnrýna ramm politíska og hlutdræga frétta umfjöllun RÚV. Þessi pólitíski rétttrúnaður fer að minna illilega á Austur Þyskaland á tímum harðlínu kommana þar, sem stjórnuðu fjölmiðlun og allri hugsun í landinu með hótunum og kúgun lögreglusveita STASI hinnar opinberu skoðana kúgunar lögreglu yfirvalda. Lokum RÚV !


mbl.is Slíkur atvinnurógur er óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hægri öfga" áhyggjur hinns pólitíska rétttrúnaðar stigmagnast. Frelsisflokkur Geerts Wilders stefnir í að verða stærsti flokkur Hollands.

Meira að segja Morgunblaðið fellur í þá sósíal demókratísku áróðurs- gryfju hinns pólitíska rétttrúnaðar að kalla Frelsisflokk Geerts Wilders i Hollandi sem "hægri öfgaflokk. En allt stefnir nú í að þessi meinti "hægri öfgaflokkur" verði stærsti stjórnmálaflokkur Hollands. Þetta sama "hægri öfgaflokka" tal hlýtur þá lika að eiga við um aðra þjóðhyggju flokka Evrópu sem nú sækja í sig veðrið svo um munar, má þar nefna Frelsisflokk Austurríkis, en allt bendir til þess að frambjóðandi hans Norbert Hofer  verði í næsta mánuði kjörinn forseti Austurríkis. En einnig mættinefna Danska Þjóðarflokkinn í Danmörku, stærsta borgaralega flokkinn i Danmörku, en einnig Norska stjórnarflokkinn Framfaraflokkinn og Finnska stjórnarflokkinn Sanna finna. 

Kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna hlýtur líka að valda Morgunblaðinu "hægri öfga" áhyggjum alveg eins og lýðræðislega kjörinn forseti Rússlands fær á sig fasistastimpil hinns pólitíska rétttrúnaðar allra flokka !

Það fer að verða vandlifað hjá hinni samansúrruðu pólitísku rétttrúnaðar elitu, þegar fíflum þessara "hægri öfga" fjölgar sifellt í veröldinni og það meira að segja fyrir tilverknað lýðræðisins.

Í nýafstöðnum kosningum hér á landi misheppnaðist því miður sökum óeiningar og reynsluleysis að koma slíku bráðnauðsynlegu pólitisku afli til áhrifa i Íslenskum stjórnmálum.

Það mun samt takast fyrr en seinna !


mbl.is Öfgaflokkur stærstur í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsstæðisflokkurinn verður að standa harður gegn ESB aðild. Þjóðaratkvæðagreiðsla getur aðeins orðið um það hvort þjóðin vilji að Ísland gangi í ESB, já eða nei !

Sjálfsstæðisflokkurinn verður að standa undir nafni og ekki láta þessa tvo smáflokka leiða sigí ESB gildru. Allt slíkt væru stórsvik við kjósendur þess flokks og þjóðina. 

Ef fara á i þjóðaratkvæðagreiðslu þarf spurningin að vera alveg skýr. "Villt þú að Island gangi í Evrópusambandið? Já eða nei. Engar óskýrar loðmullu spurningar um að, "taka upp einhvern þráð um einhverjar ótigreindar viðræður ?

Einnig þarf þá að fara fram sérstök og upplýst umræða um málið og það þarf að verða serstök og sjálfsstæð þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, ekki og bara alls ekki að þetta verði einhver auka- eða hliðar spurning í sveitarstjórnar kosningum. ESB málið er það stórt og mikilvægt að ef á annað borð er farið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá má ekkert annað skyggja á það mál, eða að stjórnmálafólkið geti borið fyrir sig einhver ómöguleg heit eða falið sig á bak við önnur mál og taki enga afstöðu. 

Við ESB andstæðingar eigum það alveg skilið að það verði staðið í lappirnar í þessu stærsta sjálfsstæðismáli síðari tíma !


mbl.is Þingmenn Viðreisnar boðaðir á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaloforð og ófrávíkjanleg stefna Pírata svikin og virt að vettugi. Byltingin byrjuð að éta börnin sín !

Píratar eru undarlegt stjórnmálaafl. Fyrir utan anarkismann er sýndarmennskan og lýðskrumið helsta einkenni þeirra. Það var gott að flestir landsmenn sáu i tæka tíð í gegnum skrumið og fáránleikan og þeir fengu alls ekki það brautargengi í nýliðnum kosningum sem þeir höfðu sjálfir vænst og skoðanakannanir höfðu lengst af spáð þeim.

Nú setja þeir upp leiktjöld fáránleikans til að breiða yfir allt skrumið og lygarnar. En þá mun það opinberast enn fleirum og verður vonandi öllum ljóst að þetta stjórnmálaafl á sér sem betur fer enga framtíð í íslenskum stjórnmálum !


mbl.is Deilt um „pólitískan ómöguleika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstaðan við ESB aðild er yfirgnæfandi meðal þjóðarinnar. Alger tímaskekkja ef stjórnmálaflokkarnir undir forystu VG ætla að fara að hefja ESB aðlögun að nýju.

Nærri 3/4 hlutar þjóðarinnar eru andvígir ESB aðild. Andstaðan við ESB aðild hefur sennilega aldrei verið eindrægnari og öflugri en nú.

En sennilega mun höfuðtilgangur komandi stjórnarmyndunarviðræðna snúast um það að reyna að þvæla þjóðinni aftur út í þetta feigðarflan aðlögunar viðræðna við ESB á nýjan leik. Stjórnmálastéttin er í engum takti við þjóðarviljann. 


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarmyndunarviðræðum slitið ! Gott mál !

Það var augljóst að Viðreisn og BF gerðu ESB málið að úrslitaatriði í þessum stjórnarmyndunar viðræðum. Þessir tveir litlu flokkar ætluðu aðeins að ná ESB málinu fram, það var og er þeirra ær og kýr. Fyrir þa skiptu önnur mál nánast engu máli. Það var heiðarlegt hjá Bjarna að segja hingað og ekki lengra og ekki svíkja í ESB malinu ! Tími til kominn að fólk og flokkar standi á sannfæringu og stefnu að vilja halda landi okkar og þjóð utan þessa "brennandi húss" Evrópusambandsins !


mbl.is Vildu halda viðræðunum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Donald Trump mun koma á óvart !

Obama er víst með einhverjar áhyggjur. En Trump mun verða öðruvísi forseti og vonandi mun hann láta af þessu heimskulega Rússa hatri og semja frið við Pútín og leggja drög að friðvænlegri og betri heimi.


mbl.is Biður fólk að gefa Trump tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allahu Akbar" Guð er mikill - öskruðu morðingjarnir í Brussel áður en þeir sprengdu sig í loft upp með banvænum naglasprengjum ! Enn ætlar borgarstjórnin að leyfa byggingu Mosku á gjafalóðinni í Sogamýri.

Enn eittt skelfilegt hryðjuverkið er nú framið í Evrópu í nafni Spánmannsins og trúarinnar á hann, af haturfullum og morðóðum Islamistum.

Dagur borgarstjóri sendi víst samúðarkveðjur til Brussel, mikil er hræsni hans og tvískinningur.

Ísland er friðsamasta ríki heims og hefur verið það til margra ára. Hér eru færri ofbeldisglæpir en í nokkru öður ríki Evrópu.

En Dagur og Co finnst að höfuðborgin þurfi að verða alþjóðlegri og fjölmenningarlegri, kannski svona Brusselsk og því tóku þeir upp á því að gefa eina bestu lóð borgarinnar undir Mosku fyrir múslima.

Engu virðist breyta fyrir Dag og co að verulega andstaða er við þetta ráðslag þeirra og heldur virðist það þá engu skipta þó að víða í Evrópu séu yfirvöld að láta loka moskum múslima og annarsstaðar hafa byggingarleyfi fyrir nýjum moskum verið afturkölluð.

Dagur og co vilja heldur engar skorður setja við því að bygging Sogamýrarmoskunnar verði fjármögnuð af Saudi Aröbum eða öðrum vafasömum hryðjuverkahópum Islamista.

Ekkert virðist heldur bíta á þeirra einbeitta múslimska "fjölmnningar" vilja að nýlega hefur danska sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku sýnt vandaða sjónvarpsþætti þar sem fram koma sannanir fyrir því að í Moskum Danmerkur er almennt boðað hatur og ofbeldi að hætti Sharía laga múslima. Að múslimar eigi ekki að samlagast þjóðfél0gum vesturlanda og að þeir megi ar af leiðandi ljúga og svíkja til að sniðganga dönsk lög og misnota félagskerfið til hins ítrasta. 

Ekkert segir okkur að starfið í íslenskum moskum verði með eitthvað öðrum hætti en í Danmörku og víðar um Evrópu þar sem oft hefur komið fram að moskurnar eru notaðar til að útbreiða hatur og ofbeldi gagnvart vestrænum samfélögum og þær hafa margsinnis verið notaðar sem vopnageymslur og skjól fyrir hryðjuverkamenn Islamista.

Viljum við að okkar friðsama þjóð dragist inn  í þennan óþvera og verði leiksoppur þessara ofbeldisafla ?

Eða þorum við að standa í lappirnar og styðja Íslensku Þjóðfylkinguna til áhrifa og valda í íslensku samfélagi - Eina aflið hérlendis sem þorir að andæfa gegn þessum undarlega sjálfseyðandi navíisma! 

 

 


mbl.is „Guð er mikill“ og hávær hvellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband