Sigmundur Davíð og Framfarafélagið með nýja og öðruvísi sýn á íslensk stjórnmál ?

Það er mikil þörf á að vettvangur skapist til að almenningur í landinu geti fengið opin tækifæri til að koma fram með nýjar tillögur um framþróun íslensks samfélags og hvert beri að stefna. Mörgum finnst sem hin pólitíska elíta stjórnmálaflokkana allra spegli ekki lengur skoðanir og væntingar almennings heldur séu þeir aðeins meðvirkir í að dansa hinum pólitíska rétttrúnaði lof og prís.

Ýmis mál fást alls ekki rædd eða eru aldrei tekin á dagskrá  íslenskra stjórnmála vegna hræðslu- og vesældóms íslenskrar stjórnmálastéttar við ægivald RÚV og flestra fjölmiðla sem eru ofurseldir hinum pólitíska rétttrúnaði. 

Gæti Framfarafélagið kannski orðið frjósamur farvegur til þess að þau sjónarmið fáist rædd af einhverri skynsemi og yfirvegun, en séu ekki endalaust fótum troðin af öfgum og heift hinns pólitíska rétttrúnaðar ?

Ég hvet allt áhugafólk til að mæta á fundinn í Rúgbrauðsgerðinni kl. 11.oo á laugardaginn og sjá hvað Sigmundur Davíð og Framfarafélagið hafa fram að færa !


mbl.is Vigdís gengur í Framfarafélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 65356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband