FLOKKSRÁÐ ! Þetta er einhver svona vond arfleifð frá Stalínstímanum ! Svona flokkshesta ráðsapparöt eru ekki til annars en til að upphefja flokksforystuna og eru ekkert lýðræði !

Þó svo að ég hafi stutt VG í síðustu kosningum vegna staðfastra stefnumiða flokksins um að hafna með öllu ESB aðild.

Þá hef ég og margir fleiri sem það gerðum orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum, með hvernig flokkurinn og það annars margt ágæta fólk sem þar er, lét Samylkinguna draga sig á asnaeyrunum og plata sig í þetta árans samstarf þar sem ESB umsóknin hefur verið upphaf og endir alls ills.

Ég tel líka að ef VG eigi að telja sig lýðræðislegan grasrótarflokk alþýðunnar að þá eigi þeir að leggja niður svona uppvakningar flokksráðstefnur eins og þessa endemis "Flokksráðsfundi".

Þetta er svona einhverskonar slæmur arfur vinstri manna frá Stalíns tímanum.

Þar sem ekkert gerðist nema að allir klöppuðu forystunni lof í lófa alveg sama hvað. 

Það þarf alvöru lýðræðislega grasrót í íslensku stjórnmálaflokkana ekki síst hjá VG ef þeir vilja kalla sig alvöru flokk íslenskrar alþýðu, sem taka alvöru lýðræðislegar ákvarðanir sem marka stefnuna og segja forystunni hvar hún á að vera og hvernig hún á að vinna fyrir fólkið í landinu.

Þó ég telji mig nú reyndar alltaf vera frekar til vinstri þá tel ég samt að Sjálfsstæðisflokkurinn, með sitt alræmda flokksræði komist samt kannski einna næst þessu með sína fjölmennu grasrótar Landsfundi þar sem hinn almenni flokksmaður hefur sitt atkvæði og getur sett stefnuna þvert gegn flokksbroddunum, eins og hefur oftsinnis gerst.

VG gætu því ýmislegt lært af andstæðingum sínum í Sjálfsstæðisflokknum !

 

Þessi Flokksráðsfundur VG er svo upphafinn og fyrirsjánleg samkoma flokkseigendanna og helstu framámanna flokksins og mun alls engu skila öðru en klappað verður 10 sinnum fyrir Steingrími J og 8 sinnum Kötu Jak og skipaðar 7 eða 8 samráðsnefndir sem aldrei eiga eftir að skila neinum tillögum, nema þá í "skötulíki" eins og Anna Ólafsdóttir Björnsson segir svo hnyttilega.

Því miður þá er þetta bara svona !

Er nema vona að fólk sé orðið þreytt á stjórnmálum !


mbl.is VG lítur til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar VG að horfa til framtíðar og halda fyrir eyrun? Heimilunum hefur blætt fyrir þann "árangur" sem sagður er hafa náðst.  Ef verðtrygging verður ekki afnumin er fjöldagjaldþrot heimila óumflýjanlegt. Kjarni málsins gleymist yfirleitt í umræðunni. Þegar verðtrygging var sett á, þá voru laun líka verðtryggð. Það réttlætti verðtryggingu lána. Síðan var verðtrygging launa afnumin með einu pennastriki en lán áfram verðtryggð. Þá hófst núverandi verðrán gegn almúganum! Engin leið er út úr þessum ógöngum nema setja þak á verðtryggingu strax, og síðan afnema hana hið fyrsta. Þá munu vextir hækka e-ð, en það er mun skárra en núverandi skipulögð glæpastarfsemi. Síðan þarf að taka upp samsettan gjaldmiðil sem fyrst. Þetta er vel gerlegt í örhagkerfi og hefur gefist vel annarsstaðar. Vaxandi ólga er í samfélaginu og einsýnt að upp úr sýður fyrir áramót ef  sitjandi ríkisstjórn skellir skollaeyrum við borgurunum. Til upplýsingar og vonandi höfuðlausnar:http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5

Almenningur (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flokkræðisfundur og ekkert annað! Skömm af þessum flokk og þeiri stefnu sem hann hefur tekið gegn okkur almenningi!

Sigurður Haraldsson, 26.8.2011 kl. 21:41

3 Smámynd: Elle_

Og ég sem hélt einu sinni að Steingrímur væri heiðarlegur og kaus hann og Ögmund.  Og fékk fyrir það einræði Jóhönnu og co: Fáránlega og niðurlægjandi umsókn inn í E-sambandið og niðurlægjandi ICESAVE.  Nei, VG, aldrei aftur VG.

Elle_, 26.8.2011 kl. 23:58

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég sagði mig úr WC þegar ljóst varð að Seingrímur ætlaði að selja kofann og sálu sína og ömmu sinnar líka í kaupbæti.

Ef þetta sem í dag kallast WC (áður VG) er til "vinstri" í stjórnmálum, hvað er þá eftir sem getur flokkast til "hægri"?

Óskar Guðmundsson, 27.8.2011 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband